Tónlistarskólar í Reykjavík á barmi gjaldþrots Bjarki Ármannsson skrifar 17. nóvember 2014 22:19 Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Vísir/Valli/Getty Gjaldþrot blasir við sumum tónlistarskólanna í Reykjavík strax á næstu vikum eða mánuðum ef samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tónlistarkennslu verður ekki endurskoðað, að mati skólastjóra Söngskóla Sigurðar Demetz. Túlkun borgaryfirvalda á samkomulaginu valdi því að skólarnir hafi ekki lengur efni á því að greiða kennurum sínum laun. „Það virðist vera tvennur skilningur á því hvers vegna samkomulagið er gert eða hvernig það hefur verið framkvæmt,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Í samkomulaginu um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, sem gert var milli ríkis og sveitarfélaga árið 2011, er kveðið á um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs í jöfnunarsjóð sem á að renna til framhaldsskólastigs í tónlistarskólunum. „Borgin telur að með því hafi ríkið verið að taka yfir framhaldsnámið, og miðstig og framhaldsstig í söng,“ segir Gunnar. „Það virðist ekki vera skilningur annarra að það hafi verið þannig.“ Gunnar segir að fjárframlagi ríkisins, sem hafi einungis verið ætlað sem viðbótarframlag til skólanna, sé nú skipt á milli skólanna í Reykjavík og í staðinn borgi Reykjavíkurborg í raun ekkert úr eigin vasa með þessum nemendum. Greiðsla frá ríkinu í jöfnunarsjóð dugi ekki til að borga kennurum skólanna laun. Það sé þó einungis í Reykjavík sem staðan er svona þar sem önnur sveitarfélög brúi bilið með nemendum á framhaldsskólastigi. „Við fáum alltaf sama svarið frá Reykjavíkurborg, að ríkið sé búið að taka þetta yfir og að þetta sé ekki þeirra mál,“ segir Gunnar. „Það er líka alveg skýrt að við megum ekki taka peninginn sem kemur frá skólagjöldum nemenda, og nota hann í kennsluna. Það er einfaldlega bannað samkvæmt reglugerð sem fylgir samkomulaginu.“ Skólarnir sem um ræðir, ásamt Söngskóla Sigurðar Demetz, eru Söngskólinn í Reykjavík og Tónlistarskólinn í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans, sagði í samtali við RÚV í dag að það sé hugsanlegt að skólinn geti ekki borgað kennurum sínum laun um næstu mánaðamót. „Ég segi það ekki að við séum ekki að fara að hafa það fram yfir næstu mánaðamót en það sem er svolítið óþægilegt í augnablikinu er að við vitum ekki hvað borgin lætur okkur í té um mánaðamótin á meðan verkfallinu stendur,“ segir Gunnar. Verði samið svo um hærri laun tónlistarkennara, sem enn eru í verkfalli, yrði þessi staða skólanna frekar verri en hitt. Óvissan sé því algjör. „Nýr kjarasamningur myndi þó allavega rétt aðeins létta stemninguna yfir okkur,“ segir hann. „Núna hefur maður þessa tilfinningu að það velti allt á því hvað Reykjavík segir og gerir. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig borgin ætlar að halda þessu til streitu. Við höfum ekki séð neitt sem styður mál borgarinnar í þessu máli.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Gjaldþrot blasir við sumum tónlistarskólanna í Reykjavík strax á næstu vikum eða mánuðum ef samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tónlistarkennslu verður ekki endurskoðað, að mati skólastjóra Söngskóla Sigurðar Demetz. Túlkun borgaryfirvalda á samkomulaginu valdi því að skólarnir hafi ekki lengur efni á því að greiða kennurum sínum laun. „Það virðist vera tvennur skilningur á því hvers vegna samkomulagið er gert eða hvernig það hefur verið framkvæmt,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Í samkomulaginu um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, sem gert var milli ríkis og sveitarfélaga árið 2011, er kveðið á um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs í jöfnunarsjóð sem á að renna til framhaldsskólastigs í tónlistarskólunum. „Borgin telur að með því hafi ríkið verið að taka yfir framhaldsnámið, og miðstig og framhaldsstig í söng,“ segir Gunnar. „Það virðist ekki vera skilningur annarra að það hafi verið þannig.“ Gunnar segir að fjárframlagi ríkisins, sem hafi einungis verið ætlað sem viðbótarframlag til skólanna, sé nú skipt á milli skólanna í Reykjavík og í staðinn borgi Reykjavíkurborg í raun ekkert úr eigin vasa með þessum nemendum. Greiðsla frá ríkinu í jöfnunarsjóð dugi ekki til að borga kennurum skólanna laun. Það sé þó einungis í Reykjavík sem staðan er svona þar sem önnur sveitarfélög brúi bilið með nemendum á framhaldsskólastigi. „Við fáum alltaf sama svarið frá Reykjavíkurborg, að ríkið sé búið að taka þetta yfir og að þetta sé ekki þeirra mál,“ segir Gunnar. „Það er líka alveg skýrt að við megum ekki taka peninginn sem kemur frá skólagjöldum nemenda, og nota hann í kennsluna. Það er einfaldlega bannað samkvæmt reglugerð sem fylgir samkomulaginu.“ Skólarnir sem um ræðir, ásamt Söngskóla Sigurðar Demetz, eru Söngskólinn í Reykjavík og Tónlistarskólinn í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans, sagði í samtali við RÚV í dag að það sé hugsanlegt að skólinn geti ekki borgað kennurum sínum laun um næstu mánaðamót. „Ég segi það ekki að við séum ekki að fara að hafa það fram yfir næstu mánaðamót en það sem er svolítið óþægilegt í augnablikinu er að við vitum ekki hvað borgin lætur okkur í té um mánaðamótin á meðan verkfallinu stendur,“ segir Gunnar. Verði samið svo um hærri laun tónlistarkennara, sem enn eru í verkfalli, yrði þessi staða skólanna frekar verri en hitt. Óvissan sé því algjör. „Nýr kjarasamningur myndi þó allavega rétt aðeins létta stemninguna yfir okkur,“ segir hann. „Núna hefur maður þessa tilfinningu að það velti allt á því hvað Reykjavík segir og gerir. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig borgin ætlar að halda þessu til streitu. Við höfum ekki séð neitt sem styður mál borgarinnar í þessu máli.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira