ESB tekur undir að verðtrygging fari gegn tilskipun um neytendalán Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. júní 2014 14:15 Björn Þorri Viktorsson einn lögmanna mannsins sem Landsbankinn stefndi í málinu. Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í desember í fyrra. Björn Þorri fór ásamt hópi lögmanna til Lúxemborgar á sunnudag en málið var flutt fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg í gær. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur undir málatilbúnað Íslendings sem var stefnt af Landsbankanum og byggir á því að verðtrygging á neysluláni sínu sé ekki skuldbindandi þar sem hún gangi í berhögg við tilskipun Evrópusambandsins um neytendalán. Þetta kemur fram í greinargerð framkvæmdastjórnarinnar (e. written observation) í málinu sem fréttastofan hefur undir höndum og má nálgast neðst í fréttinni. Málið hjá EFTA-dómstólnum snýr að ráðgefandi áliti sem Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir vegna stefnu Landbankans á hendur einstaklingi vegna verðtryggðs neysluláns sem hann tók hjá bankanum. Óskað var eftir ráðgefandi áliti hinn 17. desember í fyrra. Héraðsdómur lagði sex sundurliðaðar spurningar fyrir dómstólinn. Fyrsta spurningin fjallar um það hvort það samrýmist tilskipun ESB 87/102 um neytendalán að þegar lánssamningur er gerður sem tengdur er við vísitölu neysluverðs í samræmi við heimild í settum lögum, og höfuðstóll lánsins breytist breytist í samræmi við verðbólgu, þegar útreikningur á heildarkostnaði lánsins, og af árlegri hlutfallstölu kostnaðar, sem birtist til skuldara (neytanda) þegar samningurinn er gerður, byggist á 0% verðbólgu, en ekki á þekktri verðbólgu á þeim degi þegar lánið er tekið. Þarna er verið að leita álits dómstólsins á því hvort slíkur lánasamningur gangi í berhögg við tilskipun 87/102 um neytendalán (og þeim tilskipunum sem hafa breytt henni) ef heildarlántökukostnaðurinn, eins og hann birtist á skriflegum samningi, miðist við 0% verðbólgu á samningsdegi. Þetta snýst í rauninni um það hvað skuldarinn mátti vita þegar hann ritaði undir samning vegna lánsins. Hvort það sé í samræmi við umrædda tilskipun að sýna heildarlántökukostnað eins og ætluð verðbólga sé 0% á samningsdegi. Tilgreina þarf heildarlántökukostnað Álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á þessu, samkvæmt greinargerðinni, er að ákvæði tilskipunar 87/102 verði túlkuð þannig að þau útiloki að áætlaður heildarlántökukostnaður þegar lánið er veitt miðist við 0% verðbólgu í stað verðbólgu á samningsdegi. Ráða má af svarinu af framkvæmdastjórn ESB telji að tilgreina verði heildarlántökukostnað á samningsdegi, þ.e. þegar lán er veitt. Þannig tekur framkvæmdastjórnin í raun undir skýringar íslensku lögmannanna á tilskipuninni. Meðal málsmeðferðartími hjá EFTA-dómstólnum hefur verið á bilinu 6-7 mánuðir en nokkuð skemmri þegar ráðgefandi álit er að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í málinu þegar álitið liggur fyrir. Þótt álitið sé ráðgefandi þá hafa íslenskir dómstólar yfirleitt lagt túlkun EFTA-dómstólsins á tilskipunum Evrópusambandsins til grundvallar þegar dæmt hefur verið í málum þar sem aflað hefur verið ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur undir málatilbúnað Íslendings sem var stefnt af Landsbankanum og byggir á því að verðtrygging á neysluláni sínu sé ekki skuldbindandi þar sem hún gangi í berhögg við tilskipun Evrópusambandsins um neytendalán. Þetta kemur fram í greinargerð framkvæmdastjórnarinnar (e. written observation) í málinu sem fréttastofan hefur undir höndum og má nálgast neðst í fréttinni. Málið hjá EFTA-dómstólnum snýr að ráðgefandi áliti sem Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir vegna stefnu Landbankans á hendur einstaklingi vegna verðtryggðs neysluláns sem hann tók hjá bankanum. Óskað var eftir ráðgefandi áliti hinn 17. desember í fyrra. Héraðsdómur lagði sex sundurliðaðar spurningar fyrir dómstólinn. Fyrsta spurningin fjallar um það hvort það samrýmist tilskipun ESB 87/102 um neytendalán að þegar lánssamningur er gerður sem tengdur er við vísitölu neysluverðs í samræmi við heimild í settum lögum, og höfuðstóll lánsins breytist breytist í samræmi við verðbólgu, þegar útreikningur á heildarkostnaði lánsins, og af árlegri hlutfallstölu kostnaðar, sem birtist til skuldara (neytanda) þegar samningurinn er gerður, byggist á 0% verðbólgu, en ekki á þekktri verðbólgu á þeim degi þegar lánið er tekið. Þarna er verið að leita álits dómstólsins á því hvort slíkur lánasamningur gangi í berhögg við tilskipun 87/102 um neytendalán (og þeim tilskipunum sem hafa breytt henni) ef heildarlántökukostnaðurinn, eins og hann birtist á skriflegum samningi, miðist við 0% verðbólgu á samningsdegi. Þetta snýst í rauninni um það hvað skuldarinn mátti vita þegar hann ritaði undir samning vegna lánsins. Hvort það sé í samræmi við umrædda tilskipun að sýna heildarlántökukostnað eins og ætluð verðbólga sé 0% á samningsdegi. Tilgreina þarf heildarlántökukostnað Álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á þessu, samkvæmt greinargerðinni, er að ákvæði tilskipunar 87/102 verði túlkuð þannig að þau útiloki að áætlaður heildarlántökukostnaður þegar lánið er veitt miðist við 0% verðbólgu í stað verðbólgu á samningsdegi. Ráða má af svarinu af framkvæmdastjórn ESB telji að tilgreina verði heildarlántökukostnað á samningsdegi, þ.e. þegar lán er veitt. Þannig tekur framkvæmdastjórnin í raun undir skýringar íslensku lögmannanna á tilskipuninni. Meðal málsmeðferðartími hjá EFTA-dómstólnum hefur verið á bilinu 6-7 mánuðir en nokkuð skemmri þegar ráðgefandi álit er að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í málinu þegar álitið liggur fyrir. Þótt álitið sé ráðgefandi þá hafa íslenskir dómstólar yfirleitt lagt túlkun EFTA-dómstólsins á tilskipunum Evrópusambandsins til grundvallar þegar dæmt hefur verið í málum þar sem aflað hefur verið ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira