Búið er að leita afar ítarlega í Bleiksárgljúfrinu þar sem erlenda konan fannst látin. Er það mat manna, þ.m.t. köfunarhópa sem þar hafa verið að störfum, að það sé fullleitað.
Lögreglan á svæðinu kannar nú hvort sporið geti verið eftir konuna. Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir svæðið og leitin stendur enn yfir.
