Brú yfir Kjálkafjörð opnuð fyrir verslunarmannahelgi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2014 20:15 Einn vestfirsku fjarðanna, Kjálkafjörður, er að lokast þessa dagana með vegfyllingu, og það var rétt eins og opnað væri fyrir flóðgátt þegar sjónum var í fyrsta sinn hleypt undir nýju brúna yfir fjörðinn. Hún verður langþráð vegarbót sem vegfarendur fara að njóta eftir sjö vikur eða svo. Fyrir utan jarðgöng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi þessar mundir; að brúa tvo firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Með verksamning upp á 2,5 milljarða króna hófu 40 starfsmenn Suðurverks verkið fyrir tveimur árum og þessa dagana er stórum áfanga að ljúka. Síðustu hlössin eru að fara í eins og hálfs kílómetra langa vegfyllingu með mikilli grjótvörn sem lokar Kjálkafirði. Samtímis er grafið frá nýrri eitthundrað metra langri brú, sem reist var á fyllingunni, en þar sem verulega munar á flóði og fjöru kemur þungur straumur um brúaropið. Brúin er þó sögð nægilega löng til að tryggja full vatnsskipti milli sjávarfalla. Já, það er rétt eins og flóðgáttir opnast þegar grafið er frá nýju Kjálkafjarðarbrúnni og nú líka fer að styttast í það að Vestfirðingar og aðrir landsmenn fari að njóta vegbótanna. Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að stefnt sé að því að opna fyrsta áfangann fyrir verslunarmannahelgi. Þeir Suðurverksmenn stefna að því að innan sjö vikna verði komið bundið slitlag á tíu til tólf kílómetra af þeim sextán sem verkið nær yfir.Sjórinn fossar inn í Kjálkafjörð um leið og mokað er frá nýju brúnni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og þá verður ekki langt í næsta áfanga, sem er að ljúka þverun hins fjarðarins, Mjóafjarðar, inn af Kerlingafirði, og steypa gólf á 140 metra langa brú. Sá áfangi verður tekinn í notkun í haust. „Þannig að menn geti nýtt sér þennan veg í vetur” segir Gísli. Þar með verða vegfarendur lausir við 24 kílómetra af lélegum malarvegi, um einn kílómetri þó sennilega látinn bíða til næsta vors, en þá verða um 30 kílómetrar eftir ómalbikaðir á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Einn vestfirsku fjarðanna, Kjálkafjörður, er að lokast þessa dagana með vegfyllingu, og það var rétt eins og opnað væri fyrir flóðgátt þegar sjónum var í fyrsta sinn hleypt undir nýju brúna yfir fjörðinn. Hún verður langþráð vegarbót sem vegfarendur fara að njóta eftir sjö vikur eða svo. Fyrir utan jarðgöng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi þessar mundir; að brúa tvo firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Með verksamning upp á 2,5 milljarða króna hófu 40 starfsmenn Suðurverks verkið fyrir tveimur árum og þessa dagana er stórum áfanga að ljúka. Síðustu hlössin eru að fara í eins og hálfs kílómetra langa vegfyllingu með mikilli grjótvörn sem lokar Kjálkafirði. Samtímis er grafið frá nýrri eitthundrað metra langri brú, sem reist var á fyllingunni, en þar sem verulega munar á flóði og fjöru kemur þungur straumur um brúaropið. Brúin er þó sögð nægilega löng til að tryggja full vatnsskipti milli sjávarfalla. Já, það er rétt eins og flóðgáttir opnast þegar grafið er frá nýju Kjálkafjarðarbrúnni og nú líka fer að styttast í það að Vestfirðingar og aðrir landsmenn fari að njóta vegbótanna. Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að stefnt sé að því að opna fyrsta áfangann fyrir verslunarmannahelgi. Þeir Suðurverksmenn stefna að því að innan sjö vikna verði komið bundið slitlag á tíu til tólf kílómetra af þeim sextán sem verkið nær yfir.Sjórinn fossar inn í Kjálkafjörð um leið og mokað er frá nýju brúnni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og þá verður ekki langt í næsta áfanga, sem er að ljúka þverun hins fjarðarins, Mjóafjarðar, inn af Kerlingafirði, og steypa gólf á 140 metra langa brú. Sá áfangi verður tekinn í notkun í haust. „Þannig að menn geti nýtt sér þennan veg í vetur” segir Gísli. Þar með verða vegfarendur lausir við 24 kílómetra af lélegum malarvegi, um einn kílómetri þó sennilega látinn bíða til næsta vors, en þá verða um 30 kílómetrar eftir ómalbikaðir á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira