Brú yfir Kjálkafjörð opnuð fyrir verslunarmannahelgi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2014 20:15 Einn vestfirsku fjarðanna, Kjálkafjörður, er að lokast þessa dagana með vegfyllingu, og það var rétt eins og opnað væri fyrir flóðgátt þegar sjónum var í fyrsta sinn hleypt undir nýju brúna yfir fjörðinn. Hún verður langþráð vegarbót sem vegfarendur fara að njóta eftir sjö vikur eða svo. Fyrir utan jarðgöng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi þessar mundir; að brúa tvo firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Með verksamning upp á 2,5 milljarða króna hófu 40 starfsmenn Suðurverks verkið fyrir tveimur árum og þessa dagana er stórum áfanga að ljúka. Síðustu hlössin eru að fara í eins og hálfs kílómetra langa vegfyllingu með mikilli grjótvörn sem lokar Kjálkafirði. Samtímis er grafið frá nýrri eitthundrað metra langri brú, sem reist var á fyllingunni, en þar sem verulega munar á flóði og fjöru kemur þungur straumur um brúaropið. Brúin er þó sögð nægilega löng til að tryggja full vatnsskipti milli sjávarfalla. Já, það er rétt eins og flóðgáttir opnast þegar grafið er frá nýju Kjálkafjarðarbrúnni og nú líka fer að styttast í það að Vestfirðingar og aðrir landsmenn fari að njóta vegbótanna. Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að stefnt sé að því að opna fyrsta áfangann fyrir verslunarmannahelgi. Þeir Suðurverksmenn stefna að því að innan sjö vikna verði komið bundið slitlag á tíu til tólf kílómetra af þeim sextán sem verkið nær yfir.Sjórinn fossar inn í Kjálkafjörð um leið og mokað er frá nýju brúnni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og þá verður ekki langt í næsta áfanga, sem er að ljúka þverun hins fjarðarins, Mjóafjarðar, inn af Kerlingafirði, og steypa gólf á 140 metra langa brú. Sá áfangi verður tekinn í notkun í haust. „Þannig að menn geti nýtt sér þennan veg í vetur” segir Gísli. Þar með verða vegfarendur lausir við 24 kílómetra af lélegum malarvegi, um einn kílómetri þó sennilega látinn bíða til næsta vors, en þá verða um 30 kílómetrar eftir ómalbikaðir á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Einn vestfirsku fjarðanna, Kjálkafjörður, er að lokast þessa dagana með vegfyllingu, og það var rétt eins og opnað væri fyrir flóðgátt þegar sjónum var í fyrsta sinn hleypt undir nýju brúna yfir fjörðinn. Hún verður langþráð vegarbót sem vegfarendur fara að njóta eftir sjö vikur eða svo. Fyrir utan jarðgöng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi þessar mundir; að brúa tvo firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Með verksamning upp á 2,5 milljarða króna hófu 40 starfsmenn Suðurverks verkið fyrir tveimur árum og þessa dagana er stórum áfanga að ljúka. Síðustu hlössin eru að fara í eins og hálfs kílómetra langa vegfyllingu með mikilli grjótvörn sem lokar Kjálkafirði. Samtímis er grafið frá nýrri eitthundrað metra langri brú, sem reist var á fyllingunni, en þar sem verulega munar á flóði og fjöru kemur þungur straumur um brúaropið. Brúin er þó sögð nægilega löng til að tryggja full vatnsskipti milli sjávarfalla. Já, það er rétt eins og flóðgáttir opnast þegar grafið er frá nýju Kjálkafjarðarbrúnni og nú líka fer að styttast í það að Vestfirðingar og aðrir landsmenn fari að njóta vegbótanna. Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að stefnt sé að því að opna fyrsta áfangann fyrir verslunarmannahelgi. Þeir Suðurverksmenn stefna að því að innan sjö vikna verði komið bundið slitlag á tíu til tólf kílómetra af þeim sextán sem verkið nær yfir.Sjórinn fossar inn í Kjálkafjörð um leið og mokað er frá nýju brúnni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og þá verður ekki langt í næsta áfanga, sem er að ljúka þverun hins fjarðarins, Mjóafjarðar, inn af Kerlingafirði, og steypa gólf á 140 metra langa brú. Sá áfangi verður tekinn í notkun í haust. „Þannig að menn geti nýtt sér þennan veg í vetur” segir Gísli. Þar með verða vegfarendur lausir við 24 kílómetra af lélegum malarvegi, um einn kílómetri þó sennilega látinn bíða til næsta vors, en þá verða um 30 kílómetrar eftir ómalbikaðir á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira