Bikarhetjunni Alexander Scholz leið vel á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 13:15 Alexander Scholz í baráttunni í Belgíu. Vísir/getty Danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem lék með Stjörnunni hér á landi sumarið 2012 við góðan orðstír, hefur vakið nokkra athygli í heimalandinu eftir að tryggja Lokeren sigurinn í belgísku bikarkeppninni á dögunum. Hann talar vel um veru sína á Íslandi í viðtali við danska vefmiðilinn detsmukkespil.net. Scholz, sem ólst upp hjá Vejle í Danmörku, sagði skilið við knattspyrnuna tímabundið 2011. Í byrjun árs 2012 pakkaði hann svo niður í bakpoka og hélt í reisu til Indlands. Eftir átta mánuði frá fótboltanum fór hann að sakna hans en Scholz vildi ekki snúa aftur til Danmerkur. Hann hafði samband við fyrrverandi liðsfélaga sína hjá Vejle, JesperJensen og NikolajHagelskjær, sem báðir spiluðu með Stjörnunni 2011. Þeir tveir mæltu með Íslandi og hafði Scholz þá samband við danska markvarðarþjálfarann og þúsundþjalasmiðinn HenrikBödker sem hefur dælt inn öflugum Dönum í Garðabæinn undanfarin ár. Hann hafði strax áhuga á Scholz enda vissi hann allt um gæði leikmannsins. Samið var við hann á Skype og kom Scholz frá Indlandi tilbúinn í slaginn í Pepsi-deildinni. Hann fór svo á kostum í deildinni og skoraði fimm mörk og var eftir tímabilið keyptur til Lokeren í Belgíu. „Ísland var raunhæfur staður til að byrja aftur og ég vissi að ég gæti náð árangri í deildinni þar. Það voru líka aðrir hlutir sem spiluðu inn í eins og lengd tímabilsins og staðsetning landsins, langt frá Danmörku,“ segir Scholz í viðtalinu við detsmukketspil.dk. „Á Íslandi var ég einangraður og þurfti ég því að takast á við allt sjálfur. Svo var það líka náttúran sem heillaði mig.“ Dvölin á Íslandi gerði Scholz gott en hér á landi fann hann loks fyrir fótfestu. Hann eignaðist nýja og góða vini, átti mikilli velgengni að fagna inni á fótboltavellinum og þá fékk hann vinnu hjá Ormsson sem honum líkaði vel. „Við æfðum aðallega seinnipartinn þannig félagið fann fyrir mig hlutastarf svo ég hefði eitthvað að gera. Ég fékk vinnu hjá raftækjafyrirtæki þar sem ég vann með frábæru fólki sem fékk mig til að njóta starfsins,“ segir Alexander Scholz. Allt viðtalið á dönsku má lesa hér. Íslenski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
Danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem lék með Stjörnunni hér á landi sumarið 2012 við góðan orðstír, hefur vakið nokkra athygli í heimalandinu eftir að tryggja Lokeren sigurinn í belgísku bikarkeppninni á dögunum. Hann talar vel um veru sína á Íslandi í viðtali við danska vefmiðilinn detsmukkespil.net. Scholz, sem ólst upp hjá Vejle í Danmörku, sagði skilið við knattspyrnuna tímabundið 2011. Í byrjun árs 2012 pakkaði hann svo niður í bakpoka og hélt í reisu til Indlands. Eftir átta mánuði frá fótboltanum fór hann að sakna hans en Scholz vildi ekki snúa aftur til Danmerkur. Hann hafði samband við fyrrverandi liðsfélaga sína hjá Vejle, JesperJensen og NikolajHagelskjær, sem báðir spiluðu með Stjörnunni 2011. Þeir tveir mæltu með Íslandi og hafði Scholz þá samband við danska markvarðarþjálfarann og þúsundþjalasmiðinn HenrikBödker sem hefur dælt inn öflugum Dönum í Garðabæinn undanfarin ár. Hann hafði strax áhuga á Scholz enda vissi hann allt um gæði leikmannsins. Samið var við hann á Skype og kom Scholz frá Indlandi tilbúinn í slaginn í Pepsi-deildinni. Hann fór svo á kostum í deildinni og skoraði fimm mörk og var eftir tímabilið keyptur til Lokeren í Belgíu. „Ísland var raunhæfur staður til að byrja aftur og ég vissi að ég gæti náð árangri í deildinni þar. Það voru líka aðrir hlutir sem spiluðu inn í eins og lengd tímabilsins og staðsetning landsins, langt frá Danmörku,“ segir Scholz í viðtalinu við detsmukketspil.dk. „Á Íslandi var ég einangraður og þurfti ég því að takast á við allt sjálfur. Svo var það líka náttúran sem heillaði mig.“ Dvölin á Íslandi gerði Scholz gott en hér á landi fann hann loks fyrir fótfestu. Hann eignaðist nýja og góða vini, átti mikilli velgengni að fagna inni á fótboltavellinum og þá fékk hann vinnu hjá Ormsson sem honum líkaði vel. „Við æfðum aðallega seinnipartinn þannig félagið fann fyrir mig hlutastarf svo ég hefði eitthvað að gera. Ég fékk vinnu hjá raftækjafyrirtæki þar sem ég vann með frábæru fólki sem fékk mig til að njóta starfsins,“ segir Alexander Scholz. Allt viðtalið á dönsku má lesa hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira