Vonar að bið eftir krufningum styttist Brjánn Jónasson skrifar 28. apríl 2014 09:23 Lögreglumenn skiptust á skotum við 59 ára mann í Hraunbænum í desember. Lögreglumenn skutu manninn að endingu til bana. Fréttablaðið/vilhelm Ríkissaksóknari hefur enn ekki fengið krufningarskýrslu frá réttarmeinafræðingi vegna rannsóknar embættisins á atviki í Hraunbæ í desember þar sem lögreglumenn skutu mann til bana. Rannsóknin er þrátt fyrir það langt komin og má búast við niðurstöðu innan nokkurra vikna, segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún segir að undanfarin ár hafi verið talsvert löng bið eftir krufningarskýrslum þar sem réttarmeinafræðingurinn sem hefur sinnt þeim er þýskur og hefur ekki búið hér á landi, auk þess sem hann hefur haft önnur verkefni á sinni könnu. „Þessi bið er og hefur verið bagaleg,“ segir Sigríður. Hún segir þetta standa til bóta, enda hafi nýr réttarmeinafræðingur búsettur hér á landi tekið við keflinu. „Ég vona að gerð krufningarskýrslna taki styttri tíma í framtíðinni.“ Þýski réttarmeinafræðingurinn var þó enn við störf þegar maðurinn í Hraunbæ lést, og þarf hann því að klára sína skýrslu um krufninguna. „Mér skilst að skýrslan sé við það að líta dagsins ljós,“ segir Sigríður. Ríkissaksóknari rannsakar hvort aðgerðir lögreglu í og við Hraunbæ 20 þann 2. desember síðastliðinn hafi verið í samræmi við lög og verklagsreglur lögreglu um beitingu skotvopna. Lögreglumenn skutu til bana 59 ára karlmann sem hafði skipst á skotum við lögreglu og meðal annars hæft hjálm eins lögreglumanns. Maðurinn hafði átt við geðræn vandamál að stríða. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur enn ekki fengið krufningarskýrslu frá réttarmeinafræðingi vegna rannsóknar embættisins á atviki í Hraunbæ í desember þar sem lögreglumenn skutu mann til bana. Rannsóknin er þrátt fyrir það langt komin og má búast við niðurstöðu innan nokkurra vikna, segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún segir að undanfarin ár hafi verið talsvert löng bið eftir krufningarskýrslum þar sem réttarmeinafræðingurinn sem hefur sinnt þeim er þýskur og hefur ekki búið hér á landi, auk þess sem hann hefur haft önnur verkefni á sinni könnu. „Þessi bið er og hefur verið bagaleg,“ segir Sigríður. Hún segir þetta standa til bóta, enda hafi nýr réttarmeinafræðingur búsettur hér á landi tekið við keflinu. „Ég vona að gerð krufningarskýrslna taki styttri tíma í framtíðinni.“ Þýski réttarmeinafræðingurinn var þó enn við störf þegar maðurinn í Hraunbæ lést, og þarf hann því að klára sína skýrslu um krufninguna. „Mér skilst að skýrslan sé við það að líta dagsins ljós,“ segir Sigríður. Ríkissaksóknari rannsakar hvort aðgerðir lögreglu í og við Hraunbæ 20 þann 2. desember síðastliðinn hafi verið í samræmi við lög og verklagsreglur lögreglu um beitingu skotvopna. Lögreglumenn skutu til bana 59 ára karlmann sem hafði skipst á skotum við lögreglu og meðal annars hæft hjálm eins lögreglumanns. Maðurinn hafði átt við geðræn vandamál að stríða.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira