Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin Haraldur Guðmundsson skrifar 24. október 2014 07:00 Samningur um kaupin var undirritaður 17. desember í fyrra. Vísir/GVA Landhelgisgæslan segist ekki hafa greitt fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi stofnuninni í desember í fyrra og gerir ekki ráð fyrir að svo verði. Embættis- og ráðamenn hafa fullyrt að byssurnar hafi verið gjöf til Embættis ríkislögreglustjóra þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi undirritað kaupsamning um að kaupa byssurnar fyrir jafnvirði 11,5 milljóna króna. „Ekki hafa farið fram greiðslur vegna umrædds búnaðar né hefur verið eftir þeim leitað og hefur Landhelgisgæslan ekki haft ástæðu til að ætla að öðruvísi verði farið með þetta mál en önnur samstarfsmál á þessum vettvangi,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningu Embættis ríkislögreglustjóra um málið segir að starfsmenn þess hafi fyrst heyrt af umræddum samningi síðastliðinn miðvikudag. Aldrei hafi staðið til að kaupa vopnin og að ekki standi til að taka við þeim fari svo að lögreglan þurfi að bera af því kostnað. Dag Rist Aamoth, upplýsingafulltrúi norska hersins, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að kaupsamningur hefði verið gerður. Aamoth segir byssurnar hafa verið fluttar með tómum skothylkjum hingað til lands stuttu eftir áramót. „Hið eina sem ég get staðfest er að þetta er upphæðin sem talað var um í samningnum,“ segir Aamoth. Landhelgisgæslan greiddi 625 þúsund norskar krónur, jafnvirði 11,5 milljóna íslenskra króna, fyrir byssurnar. Hver byssa kostaði því 46 þúsund krónur sem er samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nálægt meðalverði fyrir notaðar MP5-byssur. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra kemur fram að embættið búist við að fá 150 byssur. Samningurinn hljóðar, eins og áður segir, upp á 250 byssur. „Vopnin eru hjá Landhelgisgæslunni og hefur ríkislögreglustjóri hvorki tekið við þeim né samþykkt kaup á þeim.“ Dag Rist Aamoth sagðist ekki hafa upplýsingar um hversu gamlar byssurnar eru eða hvernig þær voru fluttar hingað til lands. Hann sagði skotvopn ekki hafa fylgt með í kaupunum en vildi ekki gefa upp hver hefði skrifað undir samninginn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Ekki náðist í Jón F. Bjartmarz eða Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Landhelgisgæslan segist ekki hafa greitt fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi stofnuninni í desember í fyrra og gerir ekki ráð fyrir að svo verði. Embættis- og ráðamenn hafa fullyrt að byssurnar hafi verið gjöf til Embættis ríkislögreglustjóra þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi undirritað kaupsamning um að kaupa byssurnar fyrir jafnvirði 11,5 milljóna króna. „Ekki hafa farið fram greiðslur vegna umrædds búnaðar né hefur verið eftir þeim leitað og hefur Landhelgisgæslan ekki haft ástæðu til að ætla að öðruvísi verði farið með þetta mál en önnur samstarfsmál á þessum vettvangi,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningu Embættis ríkislögreglustjóra um málið segir að starfsmenn þess hafi fyrst heyrt af umræddum samningi síðastliðinn miðvikudag. Aldrei hafi staðið til að kaupa vopnin og að ekki standi til að taka við þeim fari svo að lögreglan þurfi að bera af því kostnað. Dag Rist Aamoth, upplýsingafulltrúi norska hersins, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að kaupsamningur hefði verið gerður. Aamoth segir byssurnar hafa verið fluttar með tómum skothylkjum hingað til lands stuttu eftir áramót. „Hið eina sem ég get staðfest er að þetta er upphæðin sem talað var um í samningnum,“ segir Aamoth. Landhelgisgæslan greiddi 625 þúsund norskar krónur, jafnvirði 11,5 milljóna íslenskra króna, fyrir byssurnar. Hver byssa kostaði því 46 þúsund krónur sem er samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nálægt meðalverði fyrir notaðar MP5-byssur. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra kemur fram að embættið búist við að fá 150 byssur. Samningurinn hljóðar, eins og áður segir, upp á 250 byssur. „Vopnin eru hjá Landhelgisgæslunni og hefur ríkislögreglustjóri hvorki tekið við þeim né samþykkt kaup á þeim.“ Dag Rist Aamoth sagðist ekki hafa upplýsingar um hversu gamlar byssurnar eru eða hvernig þær voru fluttar hingað til lands. Hann sagði skotvopn ekki hafa fylgt með í kaupunum en vildi ekki gefa upp hver hefði skrifað undir samninginn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Ekki náðist í Jón F. Bjartmarz eða Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira