Leggur baráttunni gegn ebólu lið Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2014 13:28 Hjalti Parelíus listamaður ákvað að gefa ágóðann af verkinu Dóttir regnbogans til neyðarsöfnunar UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi gegn útbreiðslu ebólu. UNICEF hóf neyðarsöfnun gegn útbreiðslu ebóluveirunnar snemma í síðustu viku og segir Hjalti hafa séð sig knúinn til að leggja sitt af mörkum. Við séum öll af sömu plánetunni. „Ástæða þess að mig langar að leggja Unicef lið er hreinlega sú að mig langar að hjálpa á þann hátt sem ég get. Við verðum að hætta að hugsa um okkur í dálkum, og þegar ég tala um dálka á ég við um þjóðerni og trúfélög. Ef fólk færi að hugsa að við séum af sömu plánetunni með sömu hagsmuni í huga yrði heimurinn kanski að betri stað fyrir marga. Ég lít jú á mig sem Íslending en fyrst og fremst er ég jarðarbúi og mennskur. Og þannig horfi ég á fólk í kringum mig,“ segir Hjalti en verk hans má sjá í Reykjavík Modern Art Gallery á Skúlagötu 32 til 34. Hann segist hafa tekið eftir hröðum viðbrögðum UNICEF við ebólufaraldrinum og viljað leggja baráttunni lið með þeim hættu sem hann gæti.Dóttir regnbogans.„Það skiptir mig engu máli hvort þú ert Íslendingur, Japani eða frá Síerra Leóne, ég finn sömu samkennd því við erum af sama kyni. Því tel ég það mína mannlegu skyldu að hjálpa. Og ég sé að starf UNICEF skiptir miklu máli og þau hafa brugðist hratt við neyðinni sem hefur skapast vegna ebólufaraldursins og því vildi ég leggja þeim lið.“ Ebóluveiran hefur orðið 4.877 manns að bana samkvæmt tölum frá 19. október og eru staðfest tilfelli orðin 9.935. Á fimmtudagskvöldið bárust fréttir af fyrsta tilfellinu í Malí sem er nú sjötta landið í Vestur-Afríku þar sem ebóla kemur upp. Sömuleiðis er búið að staðfesta að bandarískur læknir sem var við störf í Gíneu hafi smitast, hann fær nú meðferð í New York. „Við erum mjög ánægð með þetta góða fordæmi og spennandi framlag Hjalta til UNICEF. Það er gaman að sjá fólk beita nýjum aðferðum og fara nýjar leiðir við að leggja okkur lið og fyrir það erum við afar þakklát. Ebólufaraldurinn breiðist hratt út og það þarf samstill átak allra til þess að stöðva megi útbreiðslu hans,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hægt er að leggja neyðarsöfnun UNICEF í baráttunni gegn ebólu lið með því að senda sms-ið STOPP í númerið 1900 (1.900 krónur) og styðja þannig við neyðarhjálp UNICEF. Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fleiri fréttir Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Sjá meira
Hjalti Parelíus listamaður ákvað að gefa ágóðann af verkinu Dóttir regnbogans til neyðarsöfnunar UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi gegn útbreiðslu ebólu. UNICEF hóf neyðarsöfnun gegn útbreiðslu ebóluveirunnar snemma í síðustu viku og segir Hjalti hafa séð sig knúinn til að leggja sitt af mörkum. Við séum öll af sömu plánetunni. „Ástæða þess að mig langar að leggja Unicef lið er hreinlega sú að mig langar að hjálpa á þann hátt sem ég get. Við verðum að hætta að hugsa um okkur í dálkum, og þegar ég tala um dálka á ég við um þjóðerni og trúfélög. Ef fólk færi að hugsa að við séum af sömu plánetunni með sömu hagsmuni í huga yrði heimurinn kanski að betri stað fyrir marga. Ég lít jú á mig sem Íslending en fyrst og fremst er ég jarðarbúi og mennskur. Og þannig horfi ég á fólk í kringum mig,“ segir Hjalti en verk hans má sjá í Reykjavík Modern Art Gallery á Skúlagötu 32 til 34. Hann segist hafa tekið eftir hröðum viðbrögðum UNICEF við ebólufaraldrinum og viljað leggja baráttunni lið með þeim hættu sem hann gæti.Dóttir regnbogans.„Það skiptir mig engu máli hvort þú ert Íslendingur, Japani eða frá Síerra Leóne, ég finn sömu samkennd því við erum af sama kyni. Því tel ég það mína mannlegu skyldu að hjálpa. Og ég sé að starf UNICEF skiptir miklu máli og þau hafa brugðist hratt við neyðinni sem hefur skapast vegna ebólufaraldursins og því vildi ég leggja þeim lið.“ Ebóluveiran hefur orðið 4.877 manns að bana samkvæmt tölum frá 19. október og eru staðfest tilfelli orðin 9.935. Á fimmtudagskvöldið bárust fréttir af fyrsta tilfellinu í Malí sem er nú sjötta landið í Vestur-Afríku þar sem ebóla kemur upp. Sömuleiðis er búið að staðfesta að bandarískur læknir sem var við störf í Gíneu hafi smitast, hann fær nú meðferð í New York. „Við erum mjög ánægð með þetta góða fordæmi og spennandi framlag Hjalta til UNICEF. Það er gaman að sjá fólk beita nýjum aðferðum og fara nýjar leiðir við að leggja okkur lið og fyrir það erum við afar þakklát. Ebólufaraldurinn breiðist hratt út og það þarf samstill átak allra til þess að stöðva megi útbreiðslu hans,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hægt er að leggja neyðarsöfnun UNICEF í baráttunni gegn ebólu lið með því að senda sms-ið STOPP í númerið 1900 (1.900 krónur) og styðja þannig við neyðarhjálp UNICEF.
Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fleiri fréttir Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Sjá meira