Utanríkisráðherra segir eðlilegt að lögreglan endurnýi vopnabúnað Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. október 2014 14:48 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að meintum kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.Hafði ekki milligöngu „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli, við höfum ekki haft milligöngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni um þetta mál,“ sagði hann. „Mér finnst mjög gott að lögreglan sé að endurnýja sín vopn. Það er mikilvægt að lögreglan hafi aðgang að slíkum vopnum við það umhverfi sem hún er að starfa í dag. Þannig að það er ekkert óeðlilegt við það að lögreglan sé að endurnýja þann búnað sem hún hefur.“ Aðspurður hvort það kæmi almenningi ekki við hvað lögreglan gerði sagði Gunnar svo auðvitað vera en að hún væri ekki að gera neitt annað en það sem hún hefði heimildir til. „Auðvitað kemur það því við sem hún er að gera og þau eru bara að starfa innan þeirra laga og reglna sem þessar stofnanir hafa og það er bara mjög eðlilegt að þau endurnýi sinn búnað og þar á meðal vopn.“„Rugl“ að tala um stefnubreytingu Gunnar Bragi sagði það einnig vera rugl að tala um stefnubreytingu vegna vélbyssukaupanna. „Nei, nei, það er engin… Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting vegna þess að lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum,“ sagði hann og sagðist ekki skilja af hverju talað væri um stefnubreytingu í fjölmiðlum. Benti hann á að lítið hafi verið rætt um vopnavæðingu lögreglunnar þegar norskir fjölmiðlar sögðu frá því árið 2010 að Landhelgisgæslan hefði keypt byssur af yfirvöldum þar. „Voru menn að velta því fyrir sér þá, hvort það væri eðlilegt eða löglegt eða ekki? Nei það var ekki gert. Það var engin að gera athugasemd við það þá, af hverju er menn að gera athugasemdir núna.“Metur ekki vopnaþörfina Gunnar Bragi sagðist ekki geta svarað því hvað eðlilegt væri að landhelgisgæslan og lögreglan ættu af vopnum. „Ég hef ekki hugmynd um hvað hún þyrfti mikið af vopnum. Lögreglan og gæslan metur bara sjálf hvað hún þarf að búnaði,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort gæslan og lögreglan gætu þá alveg eins keypt skriðdreka án aðkomu ríkisins brást hann ókvæða við. „Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt, fáránleg hugmynd og fáránlegt að segja þetta ágæti fréttamaður að það sé sama að kaupa skriðdreka og vopn, vélbyssur eða handbyssur eða svoleiðis. Þetta er algjörlega fáránlegt, ég bara svara ekki svona vitlausri spurningu,“ sagði hann.Svörin áttu að vera skýrari Þá sagði Gunnar Bragi að engin leynd væri yfir málinu. „Það er engin leynd yfir þessu. Það vita allir að lögreglan hefur haft vopn,“ sagði hann. „Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta.“ Hann sagði að sér fyndist að veita hefði átt skýrari svör en vildi ekki ganga svo langt að segja að talsmenn gæslunnar og lögreglunnar væru tvísaga.Ítarlega verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að meintum kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.Hafði ekki milligöngu „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli, við höfum ekki haft milligöngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni um þetta mál,“ sagði hann. „Mér finnst mjög gott að lögreglan sé að endurnýja sín vopn. Það er mikilvægt að lögreglan hafi aðgang að slíkum vopnum við það umhverfi sem hún er að starfa í dag. Þannig að það er ekkert óeðlilegt við það að lögreglan sé að endurnýja þann búnað sem hún hefur.“ Aðspurður hvort það kæmi almenningi ekki við hvað lögreglan gerði sagði Gunnar svo auðvitað vera en að hún væri ekki að gera neitt annað en það sem hún hefði heimildir til. „Auðvitað kemur það því við sem hún er að gera og þau eru bara að starfa innan þeirra laga og reglna sem þessar stofnanir hafa og það er bara mjög eðlilegt að þau endurnýi sinn búnað og þar á meðal vopn.“„Rugl“ að tala um stefnubreytingu Gunnar Bragi sagði það einnig vera rugl að tala um stefnubreytingu vegna vélbyssukaupanna. „Nei, nei, það er engin… Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting vegna þess að lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum,“ sagði hann og sagðist ekki skilja af hverju talað væri um stefnubreytingu í fjölmiðlum. Benti hann á að lítið hafi verið rætt um vopnavæðingu lögreglunnar þegar norskir fjölmiðlar sögðu frá því árið 2010 að Landhelgisgæslan hefði keypt byssur af yfirvöldum þar. „Voru menn að velta því fyrir sér þá, hvort það væri eðlilegt eða löglegt eða ekki? Nei það var ekki gert. Það var engin að gera athugasemd við það þá, af hverju er menn að gera athugasemdir núna.“Metur ekki vopnaþörfina Gunnar Bragi sagðist ekki geta svarað því hvað eðlilegt væri að landhelgisgæslan og lögreglan ættu af vopnum. „Ég hef ekki hugmynd um hvað hún þyrfti mikið af vopnum. Lögreglan og gæslan metur bara sjálf hvað hún þarf að búnaði,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort gæslan og lögreglan gætu þá alveg eins keypt skriðdreka án aðkomu ríkisins brást hann ókvæða við. „Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt, fáránleg hugmynd og fáránlegt að segja þetta ágæti fréttamaður að það sé sama að kaupa skriðdreka og vopn, vélbyssur eða handbyssur eða svoleiðis. Þetta er algjörlega fáránlegt, ég bara svara ekki svona vitlausri spurningu,“ sagði hann.Svörin áttu að vera skýrari Þá sagði Gunnar Bragi að engin leynd væri yfir málinu. „Það er engin leynd yfir þessu. Það vita allir að lögreglan hefur haft vopn,“ sagði hann. „Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta.“ Hann sagði að sér fyndist að veita hefði átt skýrari svör en vildi ekki ganga svo langt að segja að talsmenn gæslunnar og lögreglunnar væru tvísaga.Ítarlega verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira