Guðfinna stendur við orð sín Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. október 2014 14:26 „Ég var reið þegar ég skrifaði þetta. DV þarf að fara að átta sig á því að fólk á fjölskyldu; börn og barnabörn,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir spurð hvort henni þykja ummæli þau sem hún lét falla í kommentakerfi DV í nótt málefnaleg. Hún segist í samtali við Vísi ekki hafa í hyggju að bakka með orð sín, þvert á móti stendur hún við hvert orð. „Þetta lýsir því hvernig mér leið á þessum tímapunkti,“ útskýrir Guðfinna. „Ég er eiginlega bara komin með algjörlega nóg af DV. Það endurspeglast í því sem ég sagði í kommentakerfinu.“ Að mati Guðfinnu vantar meiri umfjöllun í fjölmiðlum um það sem skipti máli í þjóðfélaginu, margt sé að hjá Reykjavíkurborg en margir fjölmiðlamenn einbeiti sér að því að niðurlægja einn borgarfulltrúa. Guðfinna segir fréttina í DV ranga. Hún segir blaðamann hafa snúið út úr hverju orði sínu og að hún hafi reynt að útskýra fyrir blaðamanni gámahúsnæðismál manns hennar sem kom upp á síðasta kjörtímabili þegar hún var ekki í borgarstjórn. Þá hefði því ekki verið sýndur áhugi, þeir, maður hennar og samstarfsfélagi, óskuðu eftir fundi með Degi B. Eggertssyni til þess að kynna gámahúsnæði sem þeir höfðu verið að hanna en fengu ekki svar. Í kjölfarið var þeim tjáð að ekki væru til lóðir hjá Reykjavíkurborg. Það hafi ekki komið upp aftur eftir að hún tók sæti í borgarstjórn. Guðfinna segist ekki skilja hvers vegna sé verið að fjalla um málið nú. „Það er bara verið að búa til samsæri sem á ekki við rök að styðjast.“En þú hlýtur að skilja að ummæli mannsins þíns þar sem hann virðist vonast til þess að málið verði tekið upp á ný eru tilefni í nýja frétt? „Hann segir þetta ekkert,“ svarar Guðfinna. „Það er snúið út úr öllu í þessari frétt.“ Hún bendir á að hún sé þar að auki í minnihluta og gæti hvort sem er lítið beitt sér í málinu.Þú gerir þér grein fyrir því hversu alvarlegt það er sem þú ert að segja er það ekki, þú ert beinlínis að saka blaðamanninn um lygar?„Þessi frétt er röng. Maðurinn minn sagði að hann stæði með mér og að ég stæði með honum en ekkert í samhengi við þetta mál. Hann [blaðamaðurinn] setur þetta í allt annað samhengi.“ Svanur Guðmundsson, eiginmaður Guðfinnu, segir einnig rangt eftir sér haft í frétt DV. Hann segist hafa játt því við blaðamann DV að hagsmunatengsl væru á milli hans og Guðfinnu. „Já, sagði ég, hún er konan mín,“ útskýrir Svanur og segist hafa sagt sig passa upp á hana og hana passa upp á sig. En hann segist jafnframt hafa bent á það að innan borgarinnar væru engir hagsmunarárekstrar, engin umsókn frá honum lægi hjá borginni og hann hygðist ekkert starfa með borginni hvað varðaði gámahúsnæðismálin í framtíðinni. „Þeir hagsmunir sem við erum að vinna að eru heimili, þrif og eldamennska.“ Hann vill lítið tjá sig um hvort sér þyki Guðfinna hafa brugðist málefnalega við í kommentakerfi DV en segist standa með konu sinni. „Fólk hefur skap og það er alveg hægt að gagnrýna það,“ útskýrir Svanur en segir það skiljanlegt að reiðast þegar heilu og hálfu dagarnir fari í að bera tilbaka það sem er rangt eftir manni haft. Tengdar fréttir Borgarfulltrúi Framsóknar: Segir blaðamenn DV með greindarvísitölu undir stofuhita "Það er greinilega fullt af fólki á kommentakerfunum sem er ekki í lagi,“ segir ritstjóri DV. 4. október 2014 12:01 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
„Ég var reið þegar ég skrifaði þetta. DV þarf að fara að átta sig á því að fólk á fjölskyldu; börn og barnabörn,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir spurð hvort henni þykja ummæli þau sem hún lét falla í kommentakerfi DV í nótt málefnaleg. Hún segist í samtali við Vísi ekki hafa í hyggju að bakka með orð sín, þvert á móti stendur hún við hvert orð. „Þetta lýsir því hvernig mér leið á þessum tímapunkti,“ útskýrir Guðfinna. „Ég er eiginlega bara komin með algjörlega nóg af DV. Það endurspeglast í því sem ég sagði í kommentakerfinu.“ Að mati Guðfinnu vantar meiri umfjöllun í fjölmiðlum um það sem skipti máli í þjóðfélaginu, margt sé að hjá Reykjavíkurborg en margir fjölmiðlamenn einbeiti sér að því að niðurlægja einn borgarfulltrúa. Guðfinna segir fréttina í DV ranga. Hún segir blaðamann hafa snúið út úr hverju orði sínu og að hún hafi reynt að útskýra fyrir blaðamanni gámahúsnæðismál manns hennar sem kom upp á síðasta kjörtímabili þegar hún var ekki í borgarstjórn. Þá hefði því ekki verið sýndur áhugi, þeir, maður hennar og samstarfsfélagi, óskuðu eftir fundi með Degi B. Eggertssyni til þess að kynna gámahúsnæði sem þeir höfðu verið að hanna en fengu ekki svar. Í kjölfarið var þeim tjáð að ekki væru til lóðir hjá Reykjavíkurborg. Það hafi ekki komið upp aftur eftir að hún tók sæti í borgarstjórn. Guðfinna segist ekki skilja hvers vegna sé verið að fjalla um málið nú. „Það er bara verið að búa til samsæri sem á ekki við rök að styðjast.“En þú hlýtur að skilja að ummæli mannsins þíns þar sem hann virðist vonast til þess að málið verði tekið upp á ný eru tilefni í nýja frétt? „Hann segir þetta ekkert,“ svarar Guðfinna. „Það er snúið út úr öllu í þessari frétt.“ Hún bendir á að hún sé þar að auki í minnihluta og gæti hvort sem er lítið beitt sér í málinu.Þú gerir þér grein fyrir því hversu alvarlegt það er sem þú ert að segja er það ekki, þú ert beinlínis að saka blaðamanninn um lygar?„Þessi frétt er röng. Maðurinn minn sagði að hann stæði með mér og að ég stæði með honum en ekkert í samhengi við þetta mál. Hann [blaðamaðurinn] setur þetta í allt annað samhengi.“ Svanur Guðmundsson, eiginmaður Guðfinnu, segir einnig rangt eftir sér haft í frétt DV. Hann segist hafa játt því við blaðamann DV að hagsmunatengsl væru á milli hans og Guðfinnu. „Já, sagði ég, hún er konan mín,“ útskýrir Svanur og segist hafa sagt sig passa upp á hana og hana passa upp á sig. En hann segist jafnframt hafa bent á það að innan borgarinnar væru engir hagsmunarárekstrar, engin umsókn frá honum lægi hjá borginni og hann hygðist ekkert starfa með borginni hvað varðaði gámahúsnæðismálin í framtíðinni. „Þeir hagsmunir sem við erum að vinna að eru heimili, þrif og eldamennska.“ Hann vill lítið tjá sig um hvort sér þyki Guðfinna hafa brugðist málefnalega við í kommentakerfi DV en segist standa með konu sinni. „Fólk hefur skap og það er alveg hægt að gagnrýna það,“ útskýrir Svanur en segir það skiljanlegt að reiðast þegar heilu og hálfu dagarnir fari í að bera tilbaka það sem er rangt eftir manni haft.
Tengdar fréttir Borgarfulltrúi Framsóknar: Segir blaðamenn DV með greindarvísitölu undir stofuhita "Það er greinilega fullt af fólki á kommentakerfunum sem er ekki í lagi,“ segir ritstjóri DV. 4. október 2014 12:01 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Borgarfulltrúi Framsóknar: Segir blaðamenn DV með greindarvísitölu undir stofuhita "Það er greinilega fullt af fólki á kommentakerfunum sem er ekki í lagi,“ segir ritstjóri DV. 4. október 2014 12:01