Enski boltinn

„Við munum tapa ... aftur“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamie Murphy, leikmaður Blackpool, hefur beðist afsökunar á skilaboðum sem hann sendi frá sér á samfélagsmiðlinum Snapchat fyrir leik liðsins gegn Sheffield Wednesday á öðrum degi jóla.

Murphy tók mynd af sér með öðrum leikmanni Blackpool, Donervon Daniels, og skrifaði við hana „við munum tapa ... aftur“.

Sheffield Wednesday vann leikinn en Blackpool er í neðsta sæti ensku B-deildarinnar með fjórtán stig eftir 24 leiki.

„Þetta var afar ófagmannlegt af mér og heimskulegt,“ sagði Murphy í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Blackpool. Hinn nítján ára Murphy er lánsmaður hjá Blackpool frá Norwich.

„Ég vil biðja knattspyrnustjórann, liðsfélaga mína, stuðningsmennina og alla hjá Blackpool innilega afsökunar á þessu,“ sagði hann enn fremur en félagið hefur sagt að það muni rannsaka málið frekar og grípa svo til aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×