Enski boltinn

Sannfærandi hjá Derby gegn Leeds | Sjáðu mörkin

Jake Buxton skorar seinna mark Derby í kvöld.
Jake Buxton skorar seinna mark Derby í kvöld. vísir/getty
Derby komst í kvöld upp í þriðja sæti ensku B-deildarinnar eftir öruggan sigur, 2-0, á slöku liði Leeds.

Derby komst yfir í leiknum rétt fyrir hlé þegar Alex Mowatt varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Jake Buxton síðan laglegt skallamark og þessi staða var meira en Leeds réð við.

Derby talsvert sterkara liðið og átti skilið að fá öll stigin úr leiknum.

Leeds er sem fyrr í vandræðum í 20. sæti og er aðeins einu stigi frá fallsæti.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×