Erlent

John Hurt og Joan Collins öðluð

Finnur Thorlacius skrifar
Leikarinn John Hurt.
Leikarinn John Hurt.
Sú hefð er við líði í Bretlandi um hver áramót að aðla fólk úr listageiranum sem lagt hefur mikið af mörkum á ævi sinni til lista í landinu. Í þetta skipti kemur það í hlut leikarans John Hurt sem veitt hefur verið riddaratign og Joan Collins leikara og rithöfundar sem „dame“, sem samsvarar riddaratign karla.

John Hurt hefur tvisvar sinnum fengið tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndunum Midnight Express árið 1978 og Elephant Man árið 1980. John Hurt er nú 74 ára gamall og síðast sást hann í hlutverki „War Doctor“ í sjónvarpsseríunni „War Doctor“.

Leikarinn, rithöfundurinn og góðgerðarstarfskonan Joan Collins.
Joan Collins er líklega best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Alexis Carrington í sápuóperunni Dynasty, en hún er einnig afkastasamur rithöfundur, en öðlun hennar nú er ekki síst fyrir framlag sitt til hjálparstarfs. Joan Collins er nú 81 árs gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×