Innlent

Ágústa Elín nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands

Atli Ísleifsson skrifar
Sex umsóknir bárust um embætti skólameistara skólans.
Sex umsóknir bárust um embætti skólameistara skólans. Vísir/GVA
Ágústa Elín Ingþórsdóttir hefur verið skipuð í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands til fimm ára frá 1. janúar 2015.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði Ágústu Elínu að fenginni umsögn skólanefndar.

Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að sex umsóknir hafi borist um embætti skólameistara skólans.

Ágústa Elín hefur starfað sem sviðsstjóri og gæðastjóri í Borgarholtsskóla síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×