Erlent

Ebóla staðfest í Glasgow

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hátt í 8000 þúsund manns hafa látið lífið af völdum veirunnar á undanförnum mánuðum
Hátt í 8000 þúsund manns hafa látið lífið af völdum veirunnar á undanförnum mánuðum vísir/getty/skjáskot
Skoskur heilbrigðisstarfsmaður hefur verið greindur með ebólu en fréttastofa Sky News greinir frá.

Konan kom til Glasgow frá Síerra Leóne í gærkvöldi og varð fljótlega ljóst að hún var smituð að ebólavírusnum.

Hún var sett í einangrun snemma í morgun og er ástand hennar stöðugt. Konan verður fljótlega flutt á Royal Free spítalann í London þar sem sérstök deild er til staðar sem sérhæfir sig í álíka tilfellum.

Hátt í 8000 þúsund manns hafa látið lífið af völdum veirunnar á undanförnum mánuðum, flestir í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.