Innlent

Fjögur innbrot í Reykjavík í nótt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Lögreglu var tilkynnt um fjögur innbrot í nótt þar af þrjú í heimahúsum.

Ekki liggur fyrir hversu miklum verðmætum var stolið, en lögreglan handtók mann eftir að innbrot hafði verið tilkynnt í Hafnarfirði og gistir hann fangageymslur.

Ekki er vitað hvort hann tengist hinum innbrotunum. Samkvæmt tölfræði lögreglunnar hefur verulega dregið úr tíðni innbrota að undanförnu, þannig að þetta telst óvenjulegt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×