Innlent

Starfsfólk fékk aðstoð björgunarsveitar til að komast til vinnu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgunarsveitir sinna ófærðaraðstoð og manna lokunarpósta.
Björgunarsveitir sinna ófærðaraðstoð og manna lokunarpósta. Vísir
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið að störfum í morgun. Sinna þær ófærðaraðstoð og manna lokunarpósta við Hellisheiði, Þrengsli, Kjalarnes og undir Hafnarfjalli.

Starfsfólk hjúkrunarheimilisins Fellsenda í Miðdölum, sem búsett er í Búðardal, fékk aðstoð björgunarsveitar til að komast til vinnu.

Björgunarsveit aðstoðaði í morgun ökumann bíls er fór út af veginum á Þverárfjalli og annar var aðstoðaður í Vatnsskarði.

Búið er að kalla út Björgunarsveitina Suðurnes vegna foks á þakplötum af íbúðarhúsi í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×