Fótbolti

Eldingin drap hann ekki þótt að félagið hans hafi haldið því fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Joao Contreras, leikmaður fótboltaliðsins Sport Aguila í Perú, er enn meðal lifanda þrátt fyrir að hafa orðið fyrir eldingu í fótboltaleik í gær. Félagið hans hljóp heldur hinsvegar betur á sig í fréttatilkynningu á twitter.

Contreras, sem er 21 árs gamall, var að spila undanúrslitaleik perúska bikarsins á móti Union Fuerza Minera þegar hann varð fyrir eldingu í upphafi seinni hálfleiksins.

Tveir aðrir meiddust einnig, annar leikmaður og svo aðstoðardómari en atvikið gerðist við hliðarlínuna fjær varamannabekkjum liðanna. Leiknum var hætt í kjölfarið.

Það sem vakti ekki síður athygli voru fréttir perúska blaðsins Libero um að forráðamenn félagsins höfðu fyrst gefið það út á twitter að Joao Contreras væri látinn.

Fyrir vikið voru allir perúskir fjölmiðlar að segja frá því að Joao Contreras hafi látist á leiðinni á sjúkrahúsið en það var sem betur fer ekki rétt.

Þegar betur var að gáð kom í ljós að Joao Contreras var enn á lífi, illa brunninn en í stöðugu ástandi á spítalanum. Hinir tveir eru ekki mikið slasaðir.

Hér fyrir neðan má sjá fréttir Libero á twitter en með því að smella hér má sjá myndband af atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×