Innlent

„Svona er bara vetur konungur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndir frá Reykjanesbrautinni í dag. Ástandið var nokkuð slæmt í morgun.
Myndir frá Reykjanesbrautinni í dag. Ástandið var nokkuð slæmt í morgun. vísir/Sigmundur Lárusson
„Það hafa nokkrir bílar farið útaf vegna hálku og blindhríðar,“ segir yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á suðurnesjunum í samtali við fréttastofu.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur varað við miklu hvassvirði og mjög slæmu skyggni á Reykjanesbrautinni í dag. Þar hefur verið um tveggja metra skyggni og eru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu.

„Það hafa enginn slys orðið á fólki og því er þetta allt frekar minniháttar. Veðrið er ekkert gríðarlega slæmt núna í augnablikinu, svona er bara vetur konungur. Brautin er opin, enda er hún bara lokuð á svona 15-20 ára fresti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×