Innlent

Danskur bóndi í Dalasýslu: „Sjáið hvernig veðrið er á Íslandi“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Bóndinn Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld býr í Dalasýslu ásamt fjölskyldu sinni.

Hún tók upp á myndband þegar hún opnaði útidyrnar á heimili sínu í morgun. Sýnir það glögglega hversu stormasamt var í Dalasýslu.

„Jæja, þá er kominn morgun. Við skulum kíkja út og sjá hvernig veðrið er á Íslandi. Frábært veður!“ segir Rebecca í myndbandinu.

„Vá, þetta var kalt,“ bætir hún við þegar hún lokar dyrunum.

Í samtali við Vísi segir Rebecca að veðrið hafi aðeins róast. Hún segir samt sem áður ekkert ferðaveður í Dalasýslu. Þriggja kílómetra ferð í fjárhúsið hafi tekið manninn hennar 45 mínútur í morgun. Heimferðin hafi þó gengið miklu greiðar fyrir sig.

Hér að ofan má sjá myndbandið og ekki úr vegi að dusta rykið af skóladönskunni við áhorfið.

Uppfært 15:56: Rebecca bætti við öðru myndbandi inn á Facebook-síðu sína, sem sýnir veðrið klukkan hálf fjögur í dag. Það má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×