Fótbolti

Glæpamenn hótuðu að myrða Asprilla

Asprilla er hér í baráttunni við Hollendinginn Michael Reiziger í Evrópuleik hjá Barcelona og Newcastle.
Asprilla er hér í baráttunni við Hollendinginn Michael Reiziger í Evrópuleik hjá Barcelona og Newcastle. vísir/getty
Einn skemmtilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á árum áður, Kólumbíumaðurinn Faustino Asprilla, hefur neyðst til þess að flytja vegna hótana frá glæpamönnum.

Brotist var inn á heimili Asprilla á dögunum og reynt að ráða hann. Honum var hótað lífláti sem og fjölskyldu hans ef hann gerði ekki allt sem farið var fram á.

Asprilla er eðlilega skelfingu lostinn eftir þessa uppákomu og hefur nú flúið úr heimabæ sínum.

„Við fluttum af öryggisástæðum. Það er ekki hægt að lifa við svona," sagði kappinn daufur í bragði.

Hann lagði skóna á hilluna fyrir tíu árum síðan en hann spilaði fyrir Newcastle á árunum 1996-98.

Hann vann Evrópukeppni bikarhafa og UEFA-bikarinn með Parma á sínum tíma. Þess utan spilaði hann á tveimur HM með kólumbíska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×