Innlent

Hanna Birna bað um og fékk frest hjá umboðsmanni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hanna Birna fékk fresti til 8. janúar til að koma á framfæri sínum sjónarmiðum.
Hanna Birna fékk fresti til 8. janúar til að koma á framfæri sínum sjónarmiðum. Vísir / Vilhelm
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkiráðherra, óskaði eftir því við umboðsmann Alþingis að fá frest til að koma á framfæri frekari sjónarmiðum sínum vegna frumkvæðisathugunar hans. Á það féllst umboðsmaður sem veitti henni frest til 8. janúar.

Umboðsmaður hefur haft samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, sem áttu sér stað í kringum rannsókn lekamálsins, til athugunar.

Umboðsmaður ákvað 25. ágúst síðastliðinn að taka samskiptin til formlegrar athugunar að eigin frumkvæði. Þetta tilkynnti hann Hönnu Birnu með bréfi. Áður hafði hann átt í bréfasamskiptum við Hönnu Birnu auk þess að hafa rætt við Stefán og Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara.

Athugun umboðsmanns átti að vera lokið en í nóvember barst honum nýjar upplýsingar sem kröfðust rannsóknar. Ekki hefur verið greint frá því hvaða upplýsingar það voru en umboðsmaður tók það sérstaklega fram að þau snéru ekki að samskiptum Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu Birnu, sem sakfelldur hefur verið fyrir að lekann, og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×