Fótbolti

Solo vill að ofbeldismáli verði vísað frá

Solo í landsleik á dögunum.
Solo í landsleik á dögunum. vísir/getty
Bandaríski landsliðsmarkvörðuinn Hope Solo berst fyrir dómstólum þessa dagana eftir að hún var kærð fyrir heimilisofbeldi.

Hún er sökuð um að hafa slegið hálfsystur sína og frænda. Solo vill að málinu verði vísað frá þar sem systir hennar og frændi hafa ekki viljað vinna með yfirvöldum í málinu.

Solo segir að frændi hennar, sem er stór og mikill maður, hafi ráðist á hana með kústskafti og hún hafi aðeins verið að verja sig.

Hann hafi lamið hana svo fast með skaftinu að það hafi brotnað.

Bandaríska knattspyrnusambandið hefur verið gagnrýnt fyrir að leyfa Solo að spila með landsliðinu á meðan þetta mál er enn í gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×