Linda Pé svarar fyrir sig Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2014 16:05 "Það hefur aldrei talist stórmannlegt að tala gegn betri vitund en að milljarða fasteignarisi skuli leggjast svo lágt að ráðast á lítið fyrirtæki eins og Baðhúsið af þessu afli.“ Linda Pétursdóttir, eigandi Baðhússins, vísar yfirlýsingum Helga Gunnarssonar,forstjóra Regins, á bug en þær eru þess efnis að hún hafi ekki staðið við samninga og skuldbindingar Baðhússins í Smáralind. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér nú fyrir skemmstu segir að hún muni kanna réttarstöðu sína og Baðhússins í málinu.mynd/linda pétursdóttir„Það hefur aldrei talist stórmannlegt að tala gegn betri vitund en að milljarða fasteignarisi skuli leggjast svo lágt að ráðast á lítið fyrirtæki eins og Baðhúsið af þessu afli og reyna að gera mig og starfsfólk Baðhússins að ósannindafólki er með ólíkindum. Þetta eru furðulegar yfirlýsingar sem koma frá forstjóra Regins um að staðið hafi verið við alla samninga gagnvart Baðhúsinu og vanefndir séu eingöngu okkar megin. Þessum yfirlýsingum hafna ég algjörlega,“ segir Linda en Baðhúsið hætti rekstri í vikunni. Í tilkynningunni segir að vanefndir Regins varðandi afhendingu á húsnæðinu hafi valdið Baðhúsinu erfiðleikum sem urðu til þess að loka þurfti stöðunni. Hún segir að fyrirtækið, Reginn, ekki hafa staðið við skuldbindingar sínar og máli sínu til stuðnings sendi hún frá sér hljóðupptökur og ljósmyndir.mynd/linda pétursdóttir„Myndir og hljóðbrot segja allt aðra og sannari sögu um röð vanefnda, lélegs frágangs og truflana af hálfu Regins sem leiddu til þess að viðskiptavinir Baðhússins gátu aldrei notið kyrrðar og friðar fyrir háværum hamarshöggum, hávaða í borvélum, iðnaðarmönnum að störfum, ryki um allt, lekum gluggum og svo mætti áfram telja. Við slíkar aðstæður er ekki hægt að reka afslöppunar- og dekurmiðstöð.“ Þá segir hún að gögn málsins sýni að vanefndir Regins séu meginorsök þess að rekstur Baðhússins gekk ekki upp. „Ég ítreka það sem ég hef áður sagt; Við fengum húsnæðið afhent alltof seint og í ófullnægjandi ástandi á háannatíma sem varð þess valdandi að Baðhúsið missti bróðurpart tekna sinna er gerði reksturinn þungbæran er leið á árið. Vegna þessa tekjumissis réð reksturinn m.a. ekki við greiðslu leigu og það eru vanefndirnar sem Reginn talar um og gekk hart eftir í að tryggja sér með fullu, þ.e. með riftun á samningi og hótun um útburð.“mynd/linda pétursdóttirLinda Pétursdóttir sendi hljóðupptökur með tilkynningunni Hún segir þær hafa verið teknar í jógatímum og dekurstundum. Menn geti rétt ímyndað sér hvernig það hafi verið fyrir viðskiptavini Baðhússins að slaka á undir slíkum hávaða. Tengdar fréttir Baðhúsið lokar: Linda Pé gefst upp á rekstrinum Linda Pétursdóttir athafnakona kveður reksturinn með sorg í hjarta. 10. desember 2014 13:16 Reginn segist hafa staðið við sína samninga við Lindu Pé Helgi Gunnarsson forstjóri Regins segir fjárhagsleg áhrif vegna lokunar Baðhússins hverfandi: Þeir stóðu við sína samninga -- Linda ekki. 11. desember 2014 10:22 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Linda Pétursdóttir, eigandi Baðhússins, vísar yfirlýsingum Helga Gunnarssonar,forstjóra Regins, á bug en þær eru þess efnis að hún hafi ekki staðið við samninga og skuldbindingar Baðhússins í Smáralind. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér nú fyrir skemmstu segir að hún muni kanna réttarstöðu sína og Baðhússins í málinu.mynd/linda pétursdóttir„Það hefur aldrei talist stórmannlegt að tala gegn betri vitund en að milljarða fasteignarisi skuli leggjast svo lágt að ráðast á lítið fyrirtæki eins og Baðhúsið af þessu afli og reyna að gera mig og starfsfólk Baðhússins að ósannindafólki er með ólíkindum. Þetta eru furðulegar yfirlýsingar sem koma frá forstjóra Regins um að staðið hafi verið við alla samninga gagnvart Baðhúsinu og vanefndir séu eingöngu okkar megin. Þessum yfirlýsingum hafna ég algjörlega,“ segir Linda en Baðhúsið hætti rekstri í vikunni. Í tilkynningunni segir að vanefndir Regins varðandi afhendingu á húsnæðinu hafi valdið Baðhúsinu erfiðleikum sem urðu til þess að loka þurfti stöðunni. Hún segir að fyrirtækið, Reginn, ekki hafa staðið við skuldbindingar sínar og máli sínu til stuðnings sendi hún frá sér hljóðupptökur og ljósmyndir.mynd/linda pétursdóttir„Myndir og hljóðbrot segja allt aðra og sannari sögu um röð vanefnda, lélegs frágangs og truflana af hálfu Regins sem leiddu til þess að viðskiptavinir Baðhússins gátu aldrei notið kyrrðar og friðar fyrir háværum hamarshöggum, hávaða í borvélum, iðnaðarmönnum að störfum, ryki um allt, lekum gluggum og svo mætti áfram telja. Við slíkar aðstæður er ekki hægt að reka afslöppunar- og dekurmiðstöð.“ Þá segir hún að gögn málsins sýni að vanefndir Regins séu meginorsök þess að rekstur Baðhússins gekk ekki upp. „Ég ítreka það sem ég hef áður sagt; Við fengum húsnæðið afhent alltof seint og í ófullnægjandi ástandi á háannatíma sem varð þess valdandi að Baðhúsið missti bróðurpart tekna sinna er gerði reksturinn þungbæran er leið á árið. Vegna þessa tekjumissis réð reksturinn m.a. ekki við greiðslu leigu og það eru vanefndirnar sem Reginn talar um og gekk hart eftir í að tryggja sér með fullu, þ.e. með riftun á samningi og hótun um útburð.“mynd/linda pétursdóttirLinda Pétursdóttir sendi hljóðupptökur með tilkynningunni Hún segir þær hafa verið teknar í jógatímum og dekurstundum. Menn geti rétt ímyndað sér hvernig það hafi verið fyrir viðskiptavini Baðhússins að slaka á undir slíkum hávaða.
Tengdar fréttir Baðhúsið lokar: Linda Pé gefst upp á rekstrinum Linda Pétursdóttir athafnakona kveður reksturinn með sorg í hjarta. 10. desember 2014 13:16 Reginn segist hafa staðið við sína samninga við Lindu Pé Helgi Gunnarsson forstjóri Regins segir fjárhagsleg áhrif vegna lokunar Baðhússins hverfandi: Þeir stóðu við sína samninga -- Linda ekki. 11. desember 2014 10:22 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Baðhúsið lokar: Linda Pé gefst upp á rekstrinum Linda Pétursdóttir athafnakona kveður reksturinn með sorg í hjarta. 10. desember 2014 13:16
Reginn segist hafa staðið við sína samninga við Lindu Pé Helgi Gunnarsson forstjóri Regins segir fjárhagsleg áhrif vegna lokunar Baðhússins hverfandi: Þeir stóðu við sína samninga -- Linda ekki. 11. desember 2014 10:22
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði