Innlent

Auka milljarður í snjómokstur vegna vonskuveðurs

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Vonskuveður og mikil vetrartíð síðustu ár hefur aukið kostnað Vegagerðarinnar vegna snjómokstur og hálkuvarna um milljarð frá árinu 2011. Þá segir Vegamálastjóri að loka hafi þurft vegum í kringum höfuðborgina í auknu mæli.

Vegagerðin sér um að halda vegum landsins opnum þegar snjór og hálka myndast. Erfiðir vetur setja því strik í reikninginn þegar mikið þarf að moka og salta. Kostnaður Vegagerðarinnar vegna þessa hefur aukist verulega.

„Það má segja að svona síðustu þrjú árin þá hefur þetta verið miklu þyngra og dýrar heldur en var tímabilið þar á undan. Það gildir í raun og veru um allt land en ekki síst hérna á höfuðborgarsvæðinu og svo á ákveðnum afmörkuðum stöðum úti á landi. Ég get sagt kannski að til dæmis árið í ár ætli að það verði ekki svona tvöfalt dýrara heldur en meðal árið fyrir svona fimm árum,“ segir Hreinn Haraldsson Vegamálastjóri.

Hreinn segir kostnað Vegagerðarinnar hafa vegna vetrarþjónustu hafa aukist um einn milljarð króna frá árinu 2011 til ársins 2014. Búist er við að kostnaðurinn verði í ár um 2,8 milljarðar.

Þetta megi fyrst og fremst rekja til lengri og verri illveðra kafla. Hann segir Vegagerðina í auknu mæli loka vegum til dæmis í kringum höfuðborgina en það megi rekja til verra veður en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×