Segir gagnrýni á Barbershop-ráðstefnu byggða á misskilningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2014 22:13 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Vísir/Daníel Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er í viðtali við breska blaðið Independent í dag. þar svarar hann gagnrýni sem komið hefur fram á ráðstefnuna Barbershop, eða Rakarastofuna, sem fara á fram í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í janúar á næsta ári. Margir gagnrýndu ráðstefnuna og sögðu það skjóta skökku við að ræða um kynjajafnrétti og ofbeldi gegn konum, án þess að bjóða konum að taka þátt í umræðunni. Í viðtalinu við Independent segir Gunnar Bragi að mest allt af gagnrýninni sem kom fram varðandi ráðstefnuna hafi verið byggt á misskilningi. Hann segir að konum verði ekki bannað að koma á ráðstefnuna, þvert á móti séu þær velkomnar þangað. „Hvað er rakarastofa? Það er staður þar sem menn hittast, þeir fara í klippingu eða láta snyrta á sér skeggið. Hvað tala þeir um? Stjórnmál, líklega um konur, stöðu sína og svo framvegis. „Við viljum gera rakarastofuna að stærra herbergi. Hugsaðu um þessi týpísku umræðuefni sem eru rædd í búningsklefum eða á rakarastofum; það þarf að breyta umræðunni þar.“ Gunnar Bragi segir í viðtalinu að karlmenn og strákar þurfi að láta til sín taka í umræðunni um kynjajafnrétti og ofbeldi gegn konum, annars muni ekkert breytast. Viðtalið við Gunnar Braga í Independent má sjá hér. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er í viðtali við breska blaðið Independent í dag. þar svarar hann gagnrýni sem komið hefur fram á ráðstefnuna Barbershop, eða Rakarastofuna, sem fara á fram í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í janúar á næsta ári. Margir gagnrýndu ráðstefnuna og sögðu það skjóta skökku við að ræða um kynjajafnrétti og ofbeldi gegn konum, án þess að bjóða konum að taka þátt í umræðunni. Í viðtalinu við Independent segir Gunnar Bragi að mest allt af gagnrýninni sem kom fram varðandi ráðstefnuna hafi verið byggt á misskilningi. Hann segir að konum verði ekki bannað að koma á ráðstefnuna, þvert á móti séu þær velkomnar þangað. „Hvað er rakarastofa? Það er staður þar sem menn hittast, þeir fara í klippingu eða láta snyrta á sér skeggið. Hvað tala þeir um? Stjórnmál, líklega um konur, stöðu sína og svo framvegis. „Við viljum gera rakarastofuna að stærra herbergi. Hugsaðu um þessi týpísku umræðuefni sem eru rædd í búningsklefum eða á rakarastofum; það þarf að breyta umræðunni þar.“ Gunnar Bragi segir í viðtalinu að karlmenn og strákar þurfi að láta til sín taka í umræðunni um kynjajafnrétti og ofbeldi gegn konum, annars muni ekkert breytast. Viðtalið við Gunnar Braga í Independent má sjá hér.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira