Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Situr þrjá mánuði inni vegna seinagangs við rannsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2014 11:28 Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Vísir/Rósa Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn sem skýrist að mestu vegna þess hve langan tíma lögreglurannsókn málsins tók. Nauðgunin átti sér stað á heimili konunnar í apríl 2012. Maðurinn og konan voru saman að skemmta sér ásamt fleirum umrætt kvöld. Voru þau bæði mjög ölvuð. Sofnaði hún ölvunarsvefni á salerni skemmtistaðar seint um nóttina og var fylgt heim til sín í kjölfarið. Sváfu ákærði og konan í sama rúmi og er óumdeilt að samfarir hafi átt sér stað. Konan bar því við að hafa farið að sofa í rúminu, kappklædd, og tekið eftir því að ákærði lá þar fyrir. Taldi hún hann sömuleiðis sofandi. Hún hafi svo vaknað við það í örskamma stund að maðurinn „hafi verið byrjaður að ríða henni“. Hún hafi verið í miklu sjokki og ekki náð að segja neitt. Svo telji hún að hún hafi „dáið aftur“. Næst hafi hún vaknað við það að vinkona hennar reyndi að komast inn í herbergið en ákærði hafi haldið aftur hurðinni á meðan hann klæddi sig í föt. Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Hann hafi gert sér grein fyrir að konan var ofurölvi en talid hana samt vera vakandi. Hann hafi svo hætt samförum við konuna eftir líklega um tíu mínútur þegar hann hafi áttað sig á því að líklega væri konan of full.Konan ekki í ástandi til að taka þátt í kynmökum Vitni sem kom fyrir dóminn sagðist hafa þurft að slá konuna utanundir til að vekja hana. Hún hafi verið rænulaus og óttaðist hún að konan andaði ekki. Viðbrögð vitnisins við aðstæðum eftir að ákærði yfirgaf svefnherbergið styrkja er sögð styrkja frásögn konunnar. Í dómnum kemur fram að hafi sé yfir skynsamlegan vafa að konan hafi ekki verið í ástandi til að taka þátt í kynmökum með ákærða. Sömuleiðis hafi ákærða verið það ljóst. Þá var litið til þess að konan sagði frá því án tafar, þegar hún vaknaði, að haft hefði verið við hana samfarir án samþykkis og hún hafi tafarlaust leitað aðstoðar á Neyðarmóttöku. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi þar af 21 mánuð skilorðsbundinn. Var litið til ungs aldurs ákærða auk þess hve langur tími leið frá því konan kærði manninn og þar til ákæra var gefin út. Lögreglan hætti rannsókn málsins í maí 2013 en ljóst þótti að ekkert hafði verið unnið í rannsókn málsins í heilt ár eða frá maí 2012 til maí 2013. Ríkissaksóknari felldi ákvörðun lögreglu að hætta rannsókn úr gildi í júlí 2013 og var gefin út ákæra í mars 2014. Dómurinn féllst ekki á skýringar lögreglu að rannsókn hefði gengið svo hægt vegna anna. Alvarleiki málsins væri of mikið. Maðurinn þarf að greiða 800 þúsund krónur til konunnar í miskabætur en hún fór fram á tvær milljónir í bætur.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn sem skýrist að mestu vegna þess hve langan tíma lögreglurannsókn málsins tók. Nauðgunin átti sér stað á heimili konunnar í apríl 2012. Maðurinn og konan voru saman að skemmta sér ásamt fleirum umrætt kvöld. Voru þau bæði mjög ölvuð. Sofnaði hún ölvunarsvefni á salerni skemmtistaðar seint um nóttina og var fylgt heim til sín í kjölfarið. Sváfu ákærði og konan í sama rúmi og er óumdeilt að samfarir hafi átt sér stað. Konan bar því við að hafa farið að sofa í rúminu, kappklædd, og tekið eftir því að ákærði lá þar fyrir. Taldi hún hann sömuleiðis sofandi. Hún hafi svo vaknað við það í örskamma stund að maðurinn „hafi verið byrjaður að ríða henni“. Hún hafi verið í miklu sjokki og ekki náð að segja neitt. Svo telji hún að hún hafi „dáið aftur“. Næst hafi hún vaknað við það að vinkona hennar reyndi að komast inn í herbergið en ákærði hafi haldið aftur hurðinni á meðan hann klæddi sig í föt. Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Hann hafi gert sér grein fyrir að konan var ofurölvi en talid hana samt vera vakandi. Hann hafi svo hætt samförum við konuna eftir líklega um tíu mínútur þegar hann hafi áttað sig á því að líklega væri konan of full.Konan ekki í ástandi til að taka þátt í kynmökum Vitni sem kom fyrir dóminn sagðist hafa þurft að slá konuna utanundir til að vekja hana. Hún hafi verið rænulaus og óttaðist hún að konan andaði ekki. Viðbrögð vitnisins við aðstæðum eftir að ákærði yfirgaf svefnherbergið styrkja er sögð styrkja frásögn konunnar. Í dómnum kemur fram að hafi sé yfir skynsamlegan vafa að konan hafi ekki verið í ástandi til að taka þátt í kynmökum með ákærða. Sömuleiðis hafi ákærða verið það ljóst. Þá var litið til þess að konan sagði frá því án tafar, þegar hún vaknaði, að haft hefði verið við hana samfarir án samþykkis og hún hafi tafarlaust leitað aðstoðar á Neyðarmóttöku. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi þar af 21 mánuð skilorðsbundinn. Var litið til ungs aldurs ákærða auk þess hve langur tími leið frá því konan kærði manninn og þar til ákæra var gefin út. Lögreglan hætti rannsókn málsins í maí 2013 en ljóst þótti að ekkert hafði verið unnið í rannsókn málsins í heilt ár eða frá maí 2012 til maí 2013. Ríkissaksóknari felldi ákvörðun lögreglu að hætta rannsókn úr gildi í júlí 2013 og var gefin út ákæra í mars 2014. Dómurinn féllst ekki á skýringar lögreglu að rannsókn hefði gengið svo hægt vegna anna. Alvarleiki málsins væri of mikið. Maðurinn þarf að greiða 800 þúsund krónur til konunnar í miskabætur en hún fór fram á tvær milljónir í bætur.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira