Fordæmir fúla fimmaurabrandara forsætisráðherra Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2014 12:37 Líf segir stjórnmálamenn reyna að slá sig til riddara í ímynduðu stríði gegn jólahaldi. Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur, furðar sig á miklum viðbrögðum vegna orða sinna um að kirkjuferðir skólabarna brjóti í bága við samskiptareglur borgarinnar og það gangi ekki að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.Slá sig til riddara í ímynduðu stríðiNetið hefur logað, margir viljað leggja orð í belg, þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.En, hafa þessi miklu viðbrögð komið Líf á óvart, hversu heitt fólki er í hamsi vegna þessa? „Já, viðbrögðin koma mér örlítið á óvart. Mér virðist margir hafa mistúlkað það sem ég hef sagt: Eins og ég vilji leggja niður jólin, hætta að syngja jólalög, hætta að skreyta jólatré eða gera okkur dagamun. Og svo koma líka viðbrögð margra stjórnmálamanna mér á óvart. Þeir virðast tilbúnir til að slá sig til riddara í einhverju ímynduðu stríði gegn jólahaldi. Ekkert er eins fjarri lagi. Líf er þarna að vísa til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem sagði grínaktugur á Facebook að jólasveinar á jólaballi hafi verið smeykir við útsendara mannréttindaráðs. „Já, meðan allt er hér í uppnámi í landsmálunum þá segir forsætisráðherra bara fimmaurabrandara. Nýlega voru haldin fjölmenn mótmæli þar sem skorað var á ríkisstjórnina að sýna meiri auðmýkt og hlusta og því svarar forsætisráðherra með því að mæta ekki í þingsal til að taka þátt í umræðum og svo sendir hann bara fólki pillur á samfélagsmiðlum. Ég held að útúrsnúningar og fimmaurabrandarar af þessu tagi séu ekki til þess fallin að bæta umræðuna sem í þessu máli sem snýst um að eðli grunnskólans sem á að vera hlutlaus stofnun, sem öll börn eiga að geta sótt sitt nám í. Það er kjarni málsins. Ekki hvort fólk megi ekki iðka sína trú í kringum jólin. Hér er auðvitað trúfrelsi og ég virði það. En ég ætlast líka til þess að opinberar stofnanir séu trúhlutlausar.“Finnst þér þá orð orð sjálfs forsætisráðherra skætingur og megi jafnvel flokka sem popúlisma? „Já, það jaðrar við það. Ég myndi segja það, já.“Varar við skítkasti og blammeringumHalldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík hyggst taka málið upp á borgarstjórnarfundi á morgun. Halldór segir mikilvægt að ræða málið á vettvangi borgarstjórnar, sem sé vettvangur opinn almenningi. En telur hann tilefni til að endurskoða reglurnar? „Það gæti verið ástæða til að endurskoða þessar reglur ef fólk er ekki sammála um túlkun á þessu. Nú ber að taka það skýrt fram að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir trúfrelsi en þegar frelsið er túlkað með þessum hætti, eins og formaður mannréttindaráðs gerði, þá finnst mér það vera farið að snúast um það að það eigi að skerða frelsi ansi margra.“ Líf fagnar því í sjálfu sér að málið sé á dagskrá í borgarstjórn. „Mér finnst gott og blessað að rýna í okkar störf hvort sem það eru einhverjar samskiptareglur eða annað. Ég fagna allri umræðu um þessi mál. En, ég bið líka fólk um að gæta þess að lenda ekki í skítkasti og blammeringum. Því þetta snýst ekki um hvort fólk megi trúa og sækja þjóðkirkjuna heldur það hvort opinberar stofnanir eigi að gæta hlutleysis.“ Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur, furðar sig á miklum viðbrögðum vegna orða sinna um að kirkjuferðir skólabarna brjóti í bága við samskiptareglur borgarinnar og það gangi ekki að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.Slá sig til riddara í ímynduðu stríðiNetið hefur logað, margir viljað leggja orð í belg, þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.En, hafa þessi miklu viðbrögð komið Líf á óvart, hversu heitt fólki er í hamsi vegna þessa? „Já, viðbrögðin koma mér örlítið á óvart. Mér virðist margir hafa mistúlkað það sem ég hef sagt: Eins og ég vilji leggja niður jólin, hætta að syngja jólalög, hætta að skreyta jólatré eða gera okkur dagamun. Og svo koma líka viðbrögð margra stjórnmálamanna mér á óvart. Þeir virðast tilbúnir til að slá sig til riddara í einhverju ímynduðu stríði gegn jólahaldi. Ekkert er eins fjarri lagi. Líf er þarna að vísa til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem sagði grínaktugur á Facebook að jólasveinar á jólaballi hafi verið smeykir við útsendara mannréttindaráðs. „Já, meðan allt er hér í uppnámi í landsmálunum þá segir forsætisráðherra bara fimmaurabrandara. Nýlega voru haldin fjölmenn mótmæli þar sem skorað var á ríkisstjórnina að sýna meiri auðmýkt og hlusta og því svarar forsætisráðherra með því að mæta ekki í þingsal til að taka þátt í umræðum og svo sendir hann bara fólki pillur á samfélagsmiðlum. Ég held að útúrsnúningar og fimmaurabrandarar af þessu tagi séu ekki til þess fallin að bæta umræðuna sem í þessu máli sem snýst um að eðli grunnskólans sem á að vera hlutlaus stofnun, sem öll börn eiga að geta sótt sitt nám í. Það er kjarni málsins. Ekki hvort fólk megi ekki iðka sína trú í kringum jólin. Hér er auðvitað trúfrelsi og ég virði það. En ég ætlast líka til þess að opinberar stofnanir séu trúhlutlausar.“Finnst þér þá orð orð sjálfs forsætisráðherra skætingur og megi jafnvel flokka sem popúlisma? „Já, það jaðrar við það. Ég myndi segja það, já.“Varar við skítkasti og blammeringumHalldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík hyggst taka málið upp á borgarstjórnarfundi á morgun. Halldór segir mikilvægt að ræða málið á vettvangi borgarstjórnar, sem sé vettvangur opinn almenningi. En telur hann tilefni til að endurskoða reglurnar? „Það gæti verið ástæða til að endurskoða þessar reglur ef fólk er ekki sammála um túlkun á þessu. Nú ber að taka það skýrt fram að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir trúfrelsi en þegar frelsið er túlkað með þessum hætti, eins og formaður mannréttindaráðs gerði, þá finnst mér það vera farið að snúast um það að það eigi að skerða frelsi ansi margra.“ Líf fagnar því í sjálfu sér að málið sé á dagskrá í borgarstjórn. „Mér finnst gott og blessað að rýna í okkar störf hvort sem það eru einhverjar samskiptareglur eða annað. Ég fagna allri umræðu um þessi mál. En, ég bið líka fólk um að gæta þess að lenda ekki í skítkasti og blammeringum. Því þetta snýst ekki um hvort fólk megi trúa og sækja þjóðkirkjuna heldur það hvort opinberar stofnanir eigi að gæta hlutleysis.“
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira