Ósáttur við túlkun á samskiptareglum við trúfélög Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. desember 2014 07:00 Halldór Halldórsson vill endurskoða samskiptareglur borgarinnar og trúfélaga ef túlkun þeirra er á reiki. Vísir/Pjetur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur, segir mikilvægt að ræða samskiptareglur borgarinnar við trúfélög. Hann er ekki sáttur við þá túlkun sem fram hefur komið. Formaður mannréttindaráðs sagði um helgina að heimsókn grunnskólabarna í kirkju bryti reglur borgarinnar. Sjálfstæðismenn í borginni hafa sett málið á dagskrá á næsta borgarstjórnarfundi. Halldór segir mikilvægt að ræða málið á vettvangi borgarstjórnar, sem sé vettvangur opinn almenningi. Telur hann tilefni til að endurskoða reglurnar? „Það gæti verið ástæða til að endurskoða þessar reglur ef fólk er ekki sammála um túlkun á þessu. Nú ber að taka það skýrt fram að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir trúfrelsi en þegar frelsið er túlkað með þessum hætti, eins og formaður mannréttindaráðs gerði, þá finnst mér það vera farið að snúast um það að það eigi að skerða frelsi ansi margra.“ Halldór segir flesta íslendinga halda upp á jól og því sé ekki óeðlilegt að börnum sé kennt af hverju það er gert. „Og þessi umræða kemur upp í aðdraganda jóla og á aðventunni eins og það sé eitthvað óeðlilegt hvers vegna, fjalla um það og fræða börnin okkar, um það hvers vegna við erum að halda jól,“ segir hann. „Að börn megi ekki fara í kirkju og prestur megi ekki ræða við þau um fagnaðarerindið og kærleiksboðskapinn, það er auðvitað mjög sérstakt,“ segir Halldór. „Það er í sjálfu sér ekki skólanna að viðhalda kristinni trú eða slíkt, það er fjölskyldunnar, það er foreldranna, uppalendanna og kirkjunnar og svo bara veljum við hvort við förum þangað. Mér finnst þetta snúast mikið um frelsi, frelsishugtakið. Af hverju á að skerða frelsi þeirra sem að vilja gera þetta?“ spyr hann. Tengdar fréttir Kirkjuheimsókn brýtur í bága við samskiptareglur borgarinnar Kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni. 13. desember 2014 12:42 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur, segir mikilvægt að ræða samskiptareglur borgarinnar við trúfélög. Hann er ekki sáttur við þá túlkun sem fram hefur komið. Formaður mannréttindaráðs sagði um helgina að heimsókn grunnskólabarna í kirkju bryti reglur borgarinnar. Sjálfstæðismenn í borginni hafa sett málið á dagskrá á næsta borgarstjórnarfundi. Halldór segir mikilvægt að ræða málið á vettvangi borgarstjórnar, sem sé vettvangur opinn almenningi. Telur hann tilefni til að endurskoða reglurnar? „Það gæti verið ástæða til að endurskoða þessar reglur ef fólk er ekki sammála um túlkun á þessu. Nú ber að taka það skýrt fram að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir trúfrelsi en þegar frelsið er túlkað með þessum hætti, eins og formaður mannréttindaráðs gerði, þá finnst mér það vera farið að snúast um það að það eigi að skerða frelsi ansi margra.“ Halldór segir flesta íslendinga halda upp á jól og því sé ekki óeðlilegt að börnum sé kennt af hverju það er gert. „Og þessi umræða kemur upp í aðdraganda jóla og á aðventunni eins og það sé eitthvað óeðlilegt hvers vegna, fjalla um það og fræða börnin okkar, um það hvers vegna við erum að halda jól,“ segir hann. „Að börn megi ekki fara í kirkju og prestur megi ekki ræða við þau um fagnaðarerindið og kærleiksboðskapinn, það er auðvitað mjög sérstakt,“ segir Halldór. „Það er í sjálfu sér ekki skólanna að viðhalda kristinni trú eða slíkt, það er fjölskyldunnar, það er foreldranna, uppalendanna og kirkjunnar og svo bara veljum við hvort við förum þangað. Mér finnst þetta snúast mikið um frelsi, frelsishugtakið. Af hverju á að skerða frelsi þeirra sem að vilja gera þetta?“ spyr hann.
Tengdar fréttir Kirkjuheimsókn brýtur í bága við samskiptareglur borgarinnar Kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni. 13. desember 2014 12:42 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Kirkjuheimsókn brýtur í bága við samskiptareglur borgarinnar Kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni. 13. desember 2014 12:42