Innlent

Starfsmenn Fiskistofu óska svara

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valli
Starfsmenn Fiskistofu hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bréf þar sem óskað er eftir skriflegum svörum við tveimur spurningum. Annars vegar vilja starfsmennirnir vita hver kostnaðurinn við flutningana er. Hins vegar vilja þau að ráðherra leggi fram gögn sem staðfesti fullyrðingu sína í kvöldfréttum RÚV.

„Ég efa það ekki að ef við horfum bara til reynslu til þeirra landa sem við gjarnan horfum til, til að mynda Norðmanna sem að hafa staðið í slíkum flutningum á störfum frá höfuðborgarsvæðinu út um land þá hefur reynslan verið sú að starfsemin blómstrar eftir á en það tekur auðvitað alltaf ákveðinn tíma?“

Bréfið var dagsett þann 5. desember. Fulltrúar starfsmanna Fiskistofu funduðu svo með ráðherranum fyrir helgi. Fulltrúar starfsmanna telja að þar hafi komið fram að ekkert væri því til fyrirstöðu að svara umræddum spurningum.

Spurningar starfsmanna til ráðherra:

1. Hver er áætlaður kostnaður við flutning höfuðstöðva Fiskistofu með tilvísum til fjárlaga frumvarps, svar óskast sundurliðað m.v. eftirfarandi atriði?

a. Áætlaðan kostnað við húsaleigu

b. Áætlaðan kostnað við breytingar á húsnæði nýrra höfuðstöðva

c. Áætlaðan kostnað á flutningi á búnaði úr núverandi höfuðstöðvum í nýjar höfuðstöðva

d. Áætlaðan kostnað við ný ráðningar og þjálfun starfsfólks

e. Áætlaðan kostnað vegna greiðslu launa í uppsagnarfresti

f. Áætlaðan kostnað vegna flutnings styrkja

g. Áætlaðan kostnað vegna verkefnisstjóra úr forsætisráðuneyti

h. Áætlaðan kostnað vegna annarra þátta er snerta þá ákvörðun ráðherra að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu

2. Ráðherra sagði í fréttum RUV (sjónvarp): „Ég efa það ekki að ef við horfum bara til reynslu til þeirra landa sem við gjarnan horfum til, til að mynda Norðmanna sem að hafa staðið í slíkum flutningum á störfum frá höfuðborgarsvæðinu út um land þá hefur reynslan verið sú að starfsemin blómstrar eftir á en það tekur auðvitað alltaf ákveðinn tíma?“

a. Starfsmenn Fiskistofu óska eftir að ráðherra leggi fram gögn sem staðfesta þessa fullyrðingu.


Tengdar fréttir

Gagnrýna flutning Fiskistofu

Flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er vanhugsuð ákvörðun sem skaðar stofnunina og felur í sér alvarlegt brot á góðum stjórnsýsluháttum, segja tveir fyrrum forstjórar Fiskistofu, í grein sem þeir rita í Fréttablaðið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×