Ástin bjargaði Aroni í gegnum meiðslin Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2014 09:30 Aron Jóhannsson er kominn aftur á fullt. vísir/getty Aron Jóhannsson, Íslendingurinn í bandaríska knattspyrnulandsliðinu, er kominn aftur á fullt eftir erfið meiðsli sem eyðilögðu meira og minna fyrir honum heimsmeistaramótið í sumar. Aron kom inn á í fyrsta leik Bandaríkjanna gegn Gana í sumar en spilaði svo ekki mínútu til viðbótar vegna meiðsla, en hann er nú kominn á fætur og búinn að skora tvö mörk í sex leikjum fyrir AZ í Hollandi. Þessi öflugi framherji var á miklum skriði fyrir HM og lauk síðasta tímabili með AZ með stæl. Hann skoraði 26 mörk í 51 leik og var valinn í HM-hóp Bandaríkjanna þar sem hann sem fyrr segir spilaði ekki mikið. „Síðustu sex mánuðir voru erfiðasti tími lífs míns,“ segir Aron í ítarlegu viðtali við Vice Sports. Blaðamaður Vice Sports hitti Aron á kaffihúsi á Schiphol-flugvellinum í Hollandi og segir hann vera stærri en síðast þegar þeir hittust. Grafarvogsbúinn hafi greinilega tekið hressilega á því í ræktinni undanfarna mánuði.Aron Jóhannsson á HM.vísir/gettyHann segir Aron ekki mættan til Amsterdam til að versla. Hann var að skutla vinum og ættingum á flugvöllinn og að bíða eftir kærustunni sinni, Bryndísi Stefánsdóttur. Hann segir ástina í sínu lífi hafa haldið honum heilum á geði á meðan hann gekk í gegnum meiðslin. „Ég vorkenni henni svolítið. Ég fór stundum út á völl þar sem ég átti að æfa með liðinu en ég gat það ekki út af ökklanum. Þá varð ég enn meira pirraður og hún þarf að lifa með pirringnum í mér. En hún hjápaði mér,“ segir Aron. Aron lýsir því í viðtalinu þegar hann kom inn á í byrjun leiks gegn Gana, en hann var ekki í byrjunarliðinu. Jozy Altidore, framherji Sunderland, tognaði aftan í læri snemma leiks og þá þurfti Aron að gera sig kláran. „Það besta við HM var auðvitað að koma inn á. Um leið og Altidore meiddist fóru ég og Wondo (Chris Wondolowski) að hita upp. Við vissum ekki hvað var í gangi,“ segir Aron. „Ég myndi ekki segja að ég hafi verið stressaður, ég var meira spenntur. Þetta voru mínar fyrstu mínútur á HM. Nafn mitt var kallað þegar ég var að gera mig kláran og ég hugsaði: „Hættu nú, ég er að fara að spila á HM.“ En þegar ég var kominn út á völlinn gaf ég mig allan í leikinn.“ Aron ræðir margt fleira í viðtalinu; æfingabúðirnar fyrir HM, stöðu Landons Donavans í sumar, lífið í Hollandi og landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann. Allt viðtalið á ensku má lesa hér. Fótbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Aron Jóhannsson, Íslendingurinn í bandaríska knattspyrnulandsliðinu, er kominn aftur á fullt eftir erfið meiðsli sem eyðilögðu meira og minna fyrir honum heimsmeistaramótið í sumar. Aron kom inn á í fyrsta leik Bandaríkjanna gegn Gana í sumar en spilaði svo ekki mínútu til viðbótar vegna meiðsla, en hann er nú kominn á fætur og búinn að skora tvö mörk í sex leikjum fyrir AZ í Hollandi. Þessi öflugi framherji var á miklum skriði fyrir HM og lauk síðasta tímabili með AZ með stæl. Hann skoraði 26 mörk í 51 leik og var valinn í HM-hóp Bandaríkjanna þar sem hann sem fyrr segir spilaði ekki mikið. „Síðustu sex mánuðir voru erfiðasti tími lífs míns,“ segir Aron í ítarlegu viðtali við Vice Sports. Blaðamaður Vice Sports hitti Aron á kaffihúsi á Schiphol-flugvellinum í Hollandi og segir hann vera stærri en síðast þegar þeir hittust. Grafarvogsbúinn hafi greinilega tekið hressilega á því í ræktinni undanfarna mánuði.Aron Jóhannsson á HM.vísir/gettyHann segir Aron ekki mættan til Amsterdam til að versla. Hann var að skutla vinum og ættingum á flugvöllinn og að bíða eftir kærustunni sinni, Bryndísi Stefánsdóttur. Hann segir ástina í sínu lífi hafa haldið honum heilum á geði á meðan hann gekk í gegnum meiðslin. „Ég vorkenni henni svolítið. Ég fór stundum út á völl þar sem ég átti að æfa með liðinu en ég gat það ekki út af ökklanum. Þá varð ég enn meira pirraður og hún þarf að lifa með pirringnum í mér. En hún hjápaði mér,“ segir Aron. Aron lýsir því í viðtalinu þegar hann kom inn á í byrjun leiks gegn Gana, en hann var ekki í byrjunarliðinu. Jozy Altidore, framherji Sunderland, tognaði aftan í læri snemma leiks og þá þurfti Aron að gera sig kláran. „Það besta við HM var auðvitað að koma inn á. Um leið og Altidore meiddist fóru ég og Wondo (Chris Wondolowski) að hita upp. Við vissum ekki hvað var í gangi,“ segir Aron. „Ég myndi ekki segja að ég hafi verið stressaður, ég var meira spenntur. Þetta voru mínar fyrstu mínútur á HM. Nafn mitt var kallað þegar ég var að gera mig kláran og ég hugsaði: „Hættu nú, ég er að fara að spila á HM.“ En þegar ég var kominn út á völlinn gaf ég mig allan í leikinn.“ Aron ræðir margt fleira í viðtalinu; æfingabúðirnar fyrir HM, stöðu Landons Donavans í sumar, lífið í Hollandi og landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann. Allt viðtalið á ensku má lesa hér.
Fótbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira