Innlent

Millilandaflug enn í gangi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Líklega verður eitthvað færra fólk á Keflavíkurflugvelli í dag en venjulega þar sem Reykjanesbrautin er lokuð.
Líklega verður eitthvað færra fólk á Keflavíkurflugvelli í dag en venjulega þar sem Reykjanesbrautin er lokuð. Vísir/Anton
Ekki stendur annað til en að halda áfram millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli. „Við gerum ráð fyrir því að flug verði nokkurn veginn með eðlilegum hætti síðdegis í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

„Það eru bæði vélarnar sem eru að koma inn frá Evrópu og eru að lenda um fjögur leitið og flug vestur um haf um klukkutíma síðan. Eins og staðan er núna þá gerum við ráð fyrir því en við hvetjum þó sem eiga bókað að fylgjast með,“ segir Guðjón.

Sjá einnig: Allar leiðir inn og út úr borginni lokaðar

Lögreglan hefur lokað Reykjanesbraut og því ekki víst að allir sem eiga bókað far með flugi frá landinu komist á Keflavíkurflugvöll.

Samkvæmt upplýsingum frá Keflavíkurflugvelli má búast við röskunum á flugi í dag og í kvöld en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um annað en að fljúga. Fjögur flug eru áætluð frá Keflavík næstu tvo tímana og hefur ekki verið ákveðið annað en að þau fari í loftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×