Innlent

Festi bílinn og týndi farsímanum við björgunaraðgerðir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Daði Guðmundsson setti þessa mynd af æfingasvæðinu inn á Facebook í dag. Myndin er úr vefmyndavél sem staðsett er á svæðinu.
Daði Guðmundsson setti þessa mynd af æfingasvæðinu inn á Facebook í dag. Myndin er úr vefmyndavél sem staðsett er á svæðinu.
Fjölmargir hafa lent í vandræðum í óveðrinu í dag. Knattspyrnumaðurinn og Framarinn Daði Guðmundsson er þar ekki undanskilinn. Daða tókst að festa bíl sinn fyrir utan skrifstofur Fram í Úlfarsárdal fyrir hádegi í dag og óvíst hvernig Breiðhyltingurinn mun komast heim til sín í Seljahverfið að lokinni vinnu. Hann hefur reynt allt hvað hann getur til að losa bílinn sem setið hefur fastur frá klukkan ellefu í morgun.

„Ég er búinn að reyna að moka mig út en það gengur ekki neitt. Síðan hefur síminn týnst einhvern tímann í látunum,“ segi Daði í samtali við Vísi. Aðeins einn vegur liggur niður að svæði Framara í dalnum og er hann illfær eins og fjölmargar minni götur á höfuðborgarsvæðinu.

Daði, sem starfar á skrifstofu Fram auk þess að spila með meistaraflokki félagsins, lætur hrakföllin þó ekki mikið á sig fá. Hann ætlar að bíða þar til veðrinu tekur að lægja. Hann segir það vonlaust að losa bílinn úr snjóskaflinum eins og staðan er núna.

„En þetta er í lagi því ég er vel nestaður með eitt epli, einn banana og gott ef ekki eina mandarínu líka. Ég ætti því að endast út vikuna,“ segir Daði léttur en knattspyrnukappinn 33 ára er leikjahæsti leikmaður bláklædda liðsins í meistaraflokki frá upphafi.


Tengdar fréttir

Ófært í efri byggðum Kópavogs

Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju.

Hellisheiði og Þrengslum lokað

Mjög slæmt veður er á suðvestanverðu landinu, m.a. á Höfuðborgarsvæðinu en nú hefur vegurinn frá Rauðavatni austur yfir Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli verið lokaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×