Innlent

Þrjár íslenskrar byggingar tilnefndar til verðlauna ESB

Bjarki Ármannsson skrifar
Myndir/Falk Krüger/Helga Kvam/Studio Granda
Hús Framhaldsskólans í Mosfellsbæ (FMos), einbýlishús við Kálfaströnd við Mývatn og húsnæði við Hverfisgötu 71 í Reykjavík eru meðal þeirra 420 bygginga sem tilnefndar eru til arkitektúrsverðlauna Evrópusambandsins fyrir árið 2015. Verðlaunin, sem tónlistarhúsið Harpa hlaut árið 2013, eru peningagjöf að andvirði rúmlega níu milljóna króna.

Það voru A2F arkitektar sem hönnuðu hús FMos. Í umsögn dómnefndar er byggingunni meðal annars hrósað fyrir samspil sitt við náttúruna í kring. VA-arkitektar hönnuðu húsið við Kálfaströnd. Þar stóð áður bær sem rifinn var árið 2011 og er meðal annars notað við efni úr honum í nýja húsinu.

Við Hverfisgötu 71a stóð áður verslun en Studio Granda breytti húsinu í skrifstofu og vinnuhúsnæði fyrir Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndara. Byggingunni er í umsögn dómnefndar hrósað fyrir sjálfbærni en stuðst var við byggingarefni úr gömlu versluninni að miklu leyti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.