Innlent

Krafa blaðamanns í vændiskaupamáli tekin fyrir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Héraðsdómi Reykjavíkur er gert að taka fyrir kröfu Ingimars Karls Helgasonar blaðamanns og ritstjóra Reykjavíkur vikublaðs um opið þinghald í vændiskaupamálinu svokallaða. Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurðinn sem féll í héraðsdómi 14. nóvember.

Héraðsdómur úrskurðaði í nóvember að þinghald verði lokað í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. Ingimar Karl krafðist þess sem blaðamaður og ritstjóri að héraðsdómur úrskurðaði um ákvörðun sína á grundvelli laga um meðferð sakamála.

Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavík vikublaðs.vísir/gva
Í úrskurðinum segir að draga megi þá ályktun að Ingimar telji mál þetta þess eðlis að það eigi erindi við almenning í opinberri umfjöllun  og hafi hann af þeirri ástæðu áhuga á að fylgjast með rekstri þess. Það geti þó ekki talist fullnægjandi til aðildar að kröfunni.

Hæstiréttur var því þó ekki sammála og telur að fréttamenn geti átt aðild að slíkri kröfu. Hinn kærði úrskurður var því felldur úr gildi og héraðsdómi gert að taka kröfu hans til efnislegrar meðferðar.


Tengdar fréttir

Lokað þinghald í vændiskaupamáli

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þinghald yrði lokað í máli 40 einstaklinga sem ákærðir eru fyrir vændiskaup eða tilraun til kaupa á vændi. Ekki liggur fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×