Innlent

Hálka víðast hvar á landinu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/anton brink
Gengur í suðaustan 10-18 metra á sekúndu síðdegis með slyddu eða snjókomu, en síðar rigningu við sjóinn og hlýnar um tíma. Hægari vindur og léttir til á Norður- og Austurlandi, en hvessir einnig þar í kvöld með dálítilli snjókomu. Snýst í suðvestan 8-13 með éljum í kvöld og nótt, fyrst vestast, en bjart fram eftir morgundegi aorðaustan- og austanlands. Frost 0 til 5 stig á morgun.

Færð og aðstæður

Hálkublettur eru á Reykjanesbraut og nokkuð víða á Reykjanesi.

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suður- og Suðvesturlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir mjög víða. Á Vesturlandi er hálka og snjóþekja. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði.

Þæfingsfærð er á Kleifarheiði en þungfært og skafrenningur á Klettsháls, annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Vestfjörðum.

Hálka eða snjóþekja og snjókoma er á Norðvesturlandi. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi. Snjóþekja eða hálka og éljagangur er á Norðausturlandi. Þæfingsfærð og snjókoma er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.  Á austur- og Suðausturlandi er snjóþekja og hálka nokkuð víða. Hálka og skafrenningur er á Fagradal

Þá eru vegfarendur beðnir að gæta ítrustu varúðar á Siglufjarðarvegi vegna óvenju mikils jarðsigs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×