Innlent

Varað við stormi og snjókomu í kvöld

vísir/stefán
Veðurstofan varar við stormi eða jafnvel roki víða á landinu undir kvöld og í nótt. Það fer líka að snjóa suðvestanlands síðdegis samfara auknum vindi og búist er við að vindurinn á höfuðborgarsvæðinu geti náð allt að 28 metrum á sekúndu í kvöld og þá verði úrkoman orðin rigning.

Þá segir Veðurstofan að vindur geti náð allt að 50 metrum á sekúndu við fjöll, þegar verst lætur. Óveðrið á að ganga fljótt yfir landið og þá fer aftur að kólna en víða var mikið frost í nótt, til dæmis 17 stig á Þingvöllum.

Vindaspá af vef Veðurstofu Íslands fyrir kvöldið.Mynd/Veðurstofan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×