Innlent

Ógnaði lögreglu með hnífi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglan hefur í nægu að snúast.
Lögreglan hefur í nægu að snúast. Mynd/Instagram-síða lögreglunnar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í morgun að hafa afskipti af karlmanni sem átti við andleg veikindi að stríða. Maðurinn tók upp hníf en lögreglu tókst að afvopna manninn eftir fortölur. Var maðurinn færður af lögreglu á viðeigandi stofnun. Enginn hlaut meiðsli í þessum afskiptum og lögreglan notaði engin valdbeitingartæki vegna afskiptanna að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×