Innlent

Myndarleg lægð milli Íslands og Grænlands - Gagnvirkt kort

Samúel Karl Ólason skrifar
Öflug lægð er  nú við strendur Grænlands.
Öflug lægð er nú við strendur Grænlands. earth.nullschool.net
Íslendingar geta fylgst með lægðinni sem veldur svo slæmu veðri á landinu. Til þess er algerlega óþarft að fara út fyrir dyrnar heldur er hægt að gera það hér á Vísi. Búið er að vara við veðrinu sem er nú skollið á og er ekkert ferðaveður víða á landinu.

Á kortinu á vefnum Nullschool er hægt að skoða veður og vinda um heim allan.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að á fjallvegum suðvestanlands sé orðið hvasst og takmarkað skyggni vegna snjókomu og skafrennings.

Reiknað er með veðurhæð sunnan- og vestanlands, 23-28 m/s sem nær hámarki skömmu fyrir miðnætti.   Spáð er vindhviðum yfir 30 m/s  á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli  frá því á milli kl. 17 og 18 og allt að 40-50 m/s síðar í kvöld. Eins undir Eyjafjöllum og í Mýrdal.  Skafrenningur verður víða á landinu í kvöld og nótt og á Austfjörðum er á fjallvegum spáð dimmri hríð með mikilli snjókomu  seint í kvöld og í nótt.


earth



Fleiri fréttir

Sjá meira


×