Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2014 14:54 Mynd af vettvangi slyssins úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Tré og beygja á veginum takmarka útsýn suður Skeiðaveg á þessum stað. Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað ökumann dráttarvélar af ákæru fyrir manndráp af gáleysi nærri Kertaverksmiðjunni við Skeiðaveg við Brautarholt á Skeiðum í mars 2013. 45 ára gamall karlmaður sem ók Toyota Land Cruiser jeppa í gagnstæða átt lét lífið í árekstri við dráttarvélina. Þá var bótakröfum fyrir hönd ættingja hins látna, samanlagt að verðmæti fimmtán milljónir króna, vísað frá dómi. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að ákærði hefði gerst sekur um brot á umferðarlögum með akstri sínum. Miða verði við að í þann mund sem ákærði beygði til vinstri í átt að Kertaverksmiðjunni hafi hann gengið úr skugga um að engin umferð kæmi á móti honum. Þá kom fram að hinn látni hafi ekið langt yfir hámarkshraða en hraði hans er talinn hafa verið á bilinu 100 til 118 km/klst. Hámarkshraði á svæðinu er 70 km/klst.Blindur á öðru auga Ökumaðurinn var ákærður fyrir að hafa í hádeginu mánudaginn 25. mars í fyrra ekið New Holland dráttarvél með ámoksturstækjum með áföstum baggaspjótum í 93 cm hæð án næginlegar aðgæslu og varúðar suður Skeiðaveg. Var honum gefið að sök að hafa ekið þvert í veg fyrir Toyota Landcruiser sem ekið var úr gagnstæðri átt þannig að mjög harður árekstur varð með dráttarvélinni og framangreindri bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður jeppans hlaut mikla fjöláverka og lést nær samstundis. Í dómnum kemur fram að ökumaður dráttarvélarinnar hafði aðeins verið með sjón á öðru auga, þannig hefði það verið í 25-30 ár, en væri með fína sjón á hinu auganu. Engin vitni urðu að slysinu.Umrædd dráttarvél á slysstað.Ökumaðurinn líklega á 110 km/klst hraða Í niðurstöðum dómsins kemur fram að ákærði sé einn til frásagnar um það sem gerðist en fyrir liggi ljósmyndir og teikningar af vettvangi og ítarlegar rannsóknir á ökutækjunum. Þá liggur fyrir mat prófessors í vélaverkfræði um það á hvaða hraða líklegast sé að bifreiðinni hafi verið ekið. Ljóst sé að henni var ekið langt yfir leyfðum hámarkshraða sem í þessu tilviki var 70 km/klst. Telur hann líklegast að bifreiðinni hafi verið ekið á 110 km hraða miðað við klst. Þá liggur fyrir það álit bifvélavirkjameistara að ástand hemlabúnaðar bifreiðarinnar hafi verið með þeim hætti að hemlageta hennar var skert og að mati vitniser mögulegt að bifreiðinni hefði verið hemlað fyrr án þess að mynda skriðför en í því tilviki hefði útreikningurinn gefið meiri hraða.Manndráp af gáleysi ósannað Í dómnum kemur einnig fram að engar sérreglur séu til um það hvernig haga skuli akstri dráttarvéla með ámoksturstækjum með áföstum baggaspjótum og hefur það því enga þýðingu við úrlausn máls þessa í hvaða hæð frá vegi baggaspjótin voru þegar ákærði ók dráttarvélinni. Þegar virtar eru aðstæður á vettvangi svo og framburður ákærða, sem ekki hefur verið hnekkt, verður við það að miða að í þann mund sem ákærði beygði til vinstri í átt að Kertasmiðjunni hafi hann gengið úr skugga um það, eins og honum var frekast unnt og aðstæður leyfðu, að umferð á móti kæmi ekki í veg fyrir að hann gæti beygt. Jafnframt verði að telja sannað að ákærði hafi ekki séð til jeppabifreiðarinnar fyrr en hann var kominn vel yfir miðlínu vegarins og miðað við þann hraða sem var á henni og ástand hemlabúnaðar hennar hafði ákærði engin tök á því að afstýra árekstrinum. Er því ósannað að ákærði hafi með akstri sínum gerst sekur um brot gegn umferðarlögum og sömuleiðis ósannað að hann hafi með akstri sínum valdið mannsbana af gáleysi.Setja þarf reglur um umferð vinnuvéla Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að brýnt sé að settar verði reglur um umferð vinnuvéla með áföstum ámoksturstækjum. Nánar má lesa um niðurstöðu nefndarinnar hér að neðan og dóm Héraðsdóms Suðurlands hér. Tengdar fréttir Banaslys á Skeiðavegi Karlmaður á fimmtugsaldri lést þegar jeppabifreið og dráttarvél með skóflu framan á rákust saman á Skeiðavegi eftir hádegi í dag. 25. mars 2013 16:32 Lést í slysi á Skeiðavegi Maðurinn sem lést í árekstri jeppa og dráttarvélar á Skeiðavegi mánudaginn 25. mars hét Ellert Þór Benediktsson. 28. mars 2013 06:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað ökumann dráttarvélar af ákæru fyrir manndráp af gáleysi nærri Kertaverksmiðjunni við Skeiðaveg við Brautarholt á Skeiðum í mars 2013. 45 ára gamall karlmaður sem ók Toyota Land Cruiser jeppa í gagnstæða átt lét lífið í árekstri við dráttarvélina. Þá var bótakröfum fyrir hönd ættingja hins látna, samanlagt að verðmæti fimmtán milljónir króna, vísað frá dómi. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að ákærði hefði gerst sekur um brot á umferðarlögum með akstri sínum. Miða verði við að í þann mund sem ákærði beygði til vinstri í átt að Kertaverksmiðjunni hafi hann gengið úr skugga um að engin umferð kæmi á móti honum. Þá kom fram að hinn látni hafi ekið langt yfir hámarkshraða en hraði hans er talinn hafa verið á bilinu 100 til 118 km/klst. Hámarkshraði á svæðinu er 70 km/klst.Blindur á öðru auga Ökumaðurinn var ákærður fyrir að hafa í hádeginu mánudaginn 25. mars í fyrra ekið New Holland dráttarvél með ámoksturstækjum með áföstum baggaspjótum í 93 cm hæð án næginlegar aðgæslu og varúðar suður Skeiðaveg. Var honum gefið að sök að hafa ekið þvert í veg fyrir Toyota Landcruiser sem ekið var úr gagnstæðri átt þannig að mjög harður árekstur varð með dráttarvélinni og framangreindri bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður jeppans hlaut mikla fjöláverka og lést nær samstundis. Í dómnum kemur fram að ökumaður dráttarvélarinnar hafði aðeins verið með sjón á öðru auga, þannig hefði það verið í 25-30 ár, en væri með fína sjón á hinu auganu. Engin vitni urðu að slysinu.Umrædd dráttarvél á slysstað.Ökumaðurinn líklega á 110 km/klst hraða Í niðurstöðum dómsins kemur fram að ákærði sé einn til frásagnar um það sem gerðist en fyrir liggi ljósmyndir og teikningar af vettvangi og ítarlegar rannsóknir á ökutækjunum. Þá liggur fyrir mat prófessors í vélaverkfræði um það á hvaða hraða líklegast sé að bifreiðinni hafi verið ekið. Ljóst sé að henni var ekið langt yfir leyfðum hámarkshraða sem í þessu tilviki var 70 km/klst. Telur hann líklegast að bifreiðinni hafi verið ekið á 110 km hraða miðað við klst. Þá liggur fyrir það álit bifvélavirkjameistara að ástand hemlabúnaðar bifreiðarinnar hafi verið með þeim hætti að hemlageta hennar var skert og að mati vitniser mögulegt að bifreiðinni hefði verið hemlað fyrr án þess að mynda skriðför en í því tilviki hefði útreikningurinn gefið meiri hraða.Manndráp af gáleysi ósannað Í dómnum kemur einnig fram að engar sérreglur séu til um það hvernig haga skuli akstri dráttarvéla með ámoksturstækjum með áföstum baggaspjótum og hefur það því enga þýðingu við úrlausn máls þessa í hvaða hæð frá vegi baggaspjótin voru þegar ákærði ók dráttarvélinni. Þegar virtar eru aðstæður á vettvangi svo og framburður ákærða, sem ekki hefur verið hnekkt, verður við það að miða að í þann mund sem ákærði beygði til vinstri í átt að Kertasmiðjunni hafi hann gengið úr skugga um það, eins og honum var frekast unnt og aðstæður leyfðu, að umferð á móti kæmi ekki í veg fyrir að hann gæti beygt. Jafnframt verði að telja sannað að ákærði hafi ekki séð til jeppabifreiðarinnar fyrr en hann var kominn vel yfir miðlínu vegarins og miðað við þann hraða sem var á henni og ástand hemlabúnaðar hennar hafði ákærði engin tök á því að afstýra árekstrinum. Er því ósannað að ákærði hafi með akstri sínum gerst sekur um brot gegn umferðarlögum og sömuleiðis ósannað að hann hafi með akstri sínum valdið mannsbana af gáleysi.Setja þarf reglur um umferð vinnuvéla Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að brýnt sé að settar verði reglur um umferð vinnuvéla með áföstum ámoksturstækjum. Nánar má lesa um niðurstöðu nefndarinnar hér að neðan og dóm Héraðsdóms Suðurlands hér.
Tengdar fréttir Banaslys á Skeiðavegi Karlmaður á fimmtugsaldri lést þegar jeppabifreið og dráttarvél með skóflu framan á rákust saman á Skeiðavegi eftir hádegi í dag. 25. mars 2013 16:32 Lést í slysi á Skeiðavegi Maðurinn sem lést í árekstri jeppa og dráttarvélar á Skeiðavegi mánudaginn 25. mars hét Ellert Þór Benediktsson. 28. mars 2013 06:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Banaslys á Skeiðavegi Karlmaður á fimmtugsaldri lést þegar jeppabifreið og dráttarvél með skóflu framan á rákust saman á Skeiðavegi eftir hádegi í dag. 25. mars 2013 16:32
Lést í slysi á Skeiðavegi Maðurinn sem lést í árekstri jeppa og dráttarvélar á Skeiðavegi mánudaginn 25. mars hét Ellert Þór Benediktsson. 28. mars 2013 06:00