Erfitt að ferðast með barnavagna um ófæra göngustíga Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. desember 2014 15:33 Hér má sjá hversu mikill snjór er við göngustíga á Nesveginum. Formaður Samtaka um bíllausan lífstíl segir það greinilegt að bílar séu í forgangi og ekki sé hugsað nægilega um gangandi vegfarendur þegar snjó er rutt af götum borgarinnar. Oft er snjónum rutt upp á gangstéttir og eiga gangandi vegfarendur erfitt með að komast leiða sinna. Blaðamaður Vísis hefur rætt við nokkra sem fóru í strætó í morgun. Á meðfylgjandi mynd má sjá strætó á leið 13 koma inn Nesveginn á Seltjarnarnesi. Viðmælandi Vísis sagðist hafa verið nokkuð vel búinn en hann hafi þurft að hafa sig allan við til þess að komast úr strætóskýlinu og út á götuna þar sem strætisvagninum var lagt. „Já, það er greinilegt að það er einhver forgangur í gangi. Þetta snýst um að moka göturnar, sem er eðlilegt. En það þarf líka að huga að gangandi vegfarendum. Það væri æskilegra að koma upp fyrirkomulagi þar sem snjónum er ekki mokað upp á gangstéttirnar,“ segir Arnór Bogason, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl. „Það gengur ekki að fólk þurfi að stofna sér í hættu og fara út á götu, jafnvel með barnavagna. Mikil hálka er á vegum og þetta eru dimmustu tímar ársins. Það þarf að skoða hvort það sé ekki hægt að moka snjónum eitthvað annað.“ Arnór segist skilja að starf þeirra sem ryðja snjó af götum sé erfitt og að snjórinn sem nú er á götum borgarinnar geti reynst þungur og erfiður í mokstri. „Ég þekki ekki mikið til í þessum snjómokstursbransa og veit ekki hvað er hægt að gera í þessu. En maður hefur heyrt hugmyndir um að moka snjónum upp á palla eða eitthvað svoleiðis. Það þarf allavega að reyna að haga málum þannig að gangandi vegfarendur séu ekki í hættu. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að það eru í raun allir gangadi vegfarendur á einhverjum tímapunkti. Þegar maður fer út úr bílnum sínum er maður orðinn gangandi vegfarandi,“ segir formaðurinn og bætir við: „Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að við erum öll í umferðinni. Það þarf að taka tillit til allra.“Á Facebook-síðu Samtaka um bíllausan lífstíl má sjá umræður um snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir til dæmis móðir sem er bíllaus frá því að hún hafi lent í miklu veseni þegar hún fer í göngu með barnið sitt sem situr í kerru. Hún segir erfitt að ferðast um gangstíga borgarinnar. Önnur móðir með tvo drengi, annan þriggja mánað og hinn tveggja ára segir vera nánast ófært að fara með barnavagna um gangstíga sumsstaðar í borginni. Umræðurnar eru líflegar á síðunni. Meðlimir hópsins segja flestir erfitt að komast leiða sinna á tveimur jafnfljótum en nokkrir taka sérstaklega fram að hjólastígar eru ruddir og þakka fyrir það. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Formaður Samtaka um bíllausan lífstíl segir það greinilegt að bílar séu í forgangi og ekki sé hugsað nægilega um gangandi vegfarendur þegar snjó er rutt af götum borgarinnar. Oft er snjónum rutt upp á gangstéttir og eiga gangandi vegfarendur erfitt með að komast leiða sinna. Blaðamaður Vísis hefur rætt við nokkra sem fóru í strætó í morgun. Á meðfylgjandi mynd má sjá strætó á leið 13 koma inn Nesveginn á Seltjarnarnesi. Viðmælandi Vísis sagðist hafa verið nokkuð vel búinn en hann hafi þurft að hafa sig allan við til þess að komast úr strætóskýlinu og út á götuna þar sem strætisvagninum var lagt. „Já, það er greinilegt að það er einhver forgangur í gangi. Þetta snýst um að moka göturnar, sem er eðlilegt. En það þarf líka að huga að gangandi vegfarendum. Það væri æskilegra að koma upp fyrirkomulagi þar sem snjónum er ekki mokað upp á gangstéttirnar,“ segir Arnór Bogason, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl. „Það gengur ekki að fólk þurfi að stofna sér í hættu og fara út á götu, jafnvel með barnavagna. Mikil hálka er á vegum og þetta eru dimmustu tímar ársins. Það þarf að skoða hvort það sé ekki hægt að moka snjónum eitthvað annað.“ Arnór segist skilja að starf þeirra sem ryðja snjó af götum sé erfitt og að snjórinn sem nú er á götum borgarinnar geti reynst þungur og erfiður í mokstri. „Ég þekki ekki mikið til í þessum snjómokstursbransa og veit ekki hvað er hægt að gera í þessu. En maður hefur heyrt hugmyndir um að moka snjónum upp á palla eða eitthvað svoleiðis. Það þarf allavega að reyna að haga málum þannig að gangandi vegfarendur séu ekki í hættu. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að það eru í raun allir gangadi vegfarendur á einhverjum tímapunkti. Þegar maður fer út úr bílnum sínum er maður orðinn gangandi vegfarandi,“ segir formaðurinn og bætir við: „Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að við erum öll í umferðinni. Það þarf að taka tillit til allra.“Á Facebook-síðu Samtaka um bíllausan lífstíl má sjá umræður um snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir til dæmis móðir sem er bíllaus frá því að hún hafi lent í miklu veseni þegar hún fer í göngu með barnið sitt sem situr í kerru. Hún segir erfitt að ferðast um gangstíga borgarinnar. Önnur móðir með tvo drengi, annan þriggja mánað og hinn tveggja ára segir vera nánast ófært að fara með barnavagna um gangstíga sumsstaðar í borginni. Umræðurnar eru líflegar á síðunni. Meðlimir hópsins segja flestir erfitt að komast leiða sinna á tveimur jafnfljótum en nokkrir taka sérstaklega fram að hjólastígar eru ruddir og þakka fyrir það.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira