„Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2014 18:00 Eini pilturinn í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað segir ekki slæmt að vera einn með öllum stúlkunum og mælir með náminu fyrir alla stráka. Þótt eini hússtjórnarskólinn á landsbyggðinni heiti ekki lengur húsmæðraskóli eru stúlkur enn yfirgnæfandi í nemendahópnum og núna á haustönninni er bara einn strákur. Hann heitir Esra Elí Newman, er 17 ára og kemur úr Njarðvík. „Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum. Maður er bara kóngurinn hérna,“ segir Esra. Við hittum hann í tíma í hreinlætisfræði þar sem hann var að læra hvernig best væri að skúra. Esra segist hafa valið skólann vegna þess að hann vildi læra að sjá um sig sjálfur. En mælir hann með náminu fyrir stráka? „Ég mæli með þessu fyrir alla stráka. Sérstaklega ef þú kannt ekki að elda, kannt ekki að hugsa um þig sjálfur.“ Um skólasysturnar segir hann: „Sumar eru bara eins og stórar systur. Þetta eru bara allt vinkonur mínar, - vinir mínir.“Skólahúsið reis árið 1930 í burstabæjarstíl. Heimavistin er í risinu á efri hæðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raunar var okkur sagt að skólinn hefði frá fyrstu tíð haft sterkt aðdráttarafl fyrir stráka á Fljótsdalshéraði en með öðrum hætti; þeir snigluðust gjarnan í kringum heimavistina. „Vetrarhjálpin lætur alltaf sjá sig hérna á veturna,“ segir Bryndís Fiona Ford skólameistari. „Við köllum strákana sem sagt, - það er vetrarhjálpin. Þeir koma bara og kíkja á stelpurnar.“ Fjallað var um lífið í Handverks- og hússtjórnarskólanum í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Tengdar fréttir Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira
Eini pilturinn í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað segir ekki slæmt að vera einn með öllum stúlkunum og mælir með náminu fyrir alla stráka. Þótt eini hússtjórnarskólinn á landsbyggðinni heiti ekki lengur húsmæðraskóli eru stúlkur enn yfirgnæfandi í nemendahópnum og núna á haustönninni er bara einn strákur. Hann heitir Esra Elí Newman, er 17 ára og kemur úr Njarðvík. „Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum. Maður er bara kóngurinn hérna,“ segir Esra. Við hittum hann í tíma í hreinlætisfræði þar sem hann var að læra hvernig best væri að skúra. Esra segist hafa valið skólann vegna þess að hann vildi læra að sjá um sig sjálfur. En mælir hann með náminu fyrir stráka? „Ég mæli með þessu fyrir alla stráka. Sérstaklega ef þú kannt ekki að elda, kannt ekki að hugsa um þig sjálfur.“ Um skólasysturnar segir hann: „Sumar eru bara eins og stórar systur. Þetta eru bara allt vinkonur mínar, - vinir mínir.“Skólahúsið reis árið 1930 í burstabæjarstíl. Heimavistin er í risinu á efri hæðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raunar var okkur sagt að skólinn hefði frá fyrstu tíð haft sterkt aðdráttarafl fyrir stráka á Fljótsdalshéraði en með öðrum hætti; þeir snigluðust gjarnan í kringum heimavistina. „Vetrarhjálpin lætur alltaf sjá sig hérna á veturna,“ segir Bryndís Fiona Ford skólameistari. „Við köllum strákana sem sagt, - það er vetrarhjálpin. Þeir koma bara og kíkja á stelpurnar.“ Fjallað var um lífið í Handverks- og hússtjórnarskólanum í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Tengdar fréttir Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira
Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15