Enski boltinn

Poll: Ein versta ákvörðun tímabilsins frá slakasta dómaranum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mike Jones fær væntanlega frí um næstu helgi.
Mike Jones fær væntanlega frí um næstu helgi. vísir/getty
Sergio Agüero, framherji Englandsmeistara Manchester City, fékk sitt fyrsta gula spjald fyrir leikaraskap í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann Southampton, 3-0.

Argentínumaðurinn var felldur af José Fonte, miðverði Dýrlingana, í teignum snemma leiks og hefði átt að fá víti enda tæklingin glórulaus hjá Portúgalnum.

Í stað þess að benda á vítapunktinn dæmdi Mike Jones, dómari leiksins, aukaspyrnu í hina áttina og gaf Agüero gult spjald fyrir dýfu. Ótrúleg ákvörðun.

Graham Poll, fyrrverandi úrvalsdeildar- og milliríkjadómari, gefur Jones falleinkunn fyrir þessa ákvörðun og lætur hörð orð falla um kollega sinn í pistli á vefsíðu Daily Mail í kvöld.

„Mike Jones, oftast talinn slakasti dómari deildarinnar, átti eina verstu ákvörðun tímabilsins í dag þegar honum tókst einhvernveginn að sjá ekki þegar José Fonte sópaði fótunum undan Sergio Agüero. Augljóst víti,“ segir Poll.

„Eins og það væri ekki nógu slæmt þá nuddaði Jones salti í sárin þegar hann gaf Agüero gult spjald fyrir dýfu,“ bætti Graham Poll við, en atvikið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×