Læknaverkfallið skapar óvissu hjá öldruðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2014 21:28 Læknaverkfallið eykur á kvíða og óvissu hjá öldruðum sem eru ríflega helmingur þeirra sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda. Þetta segir formaður Landssambands eldri borgara en biðlistar eftir aðgerðum hafa lengst verulega vegna verkfallsins. Frá því verkfallsaðgerðir lækna hófust, fyrir um mánuði, hefur rúmlega fjögur hundruð skurðaðgerðum verið aflýst á Landspítalanum. Auk þess sem fresta hefur þuft fjölda hjartaþræðinga, kransæðamyndatökum og magaspeglunum. Biðlistar spítalans eftir aðgerðum hafa lengst sem um þetta nemur. Þá hefur um tvö þúsund göngudeildarkomum verið frestað. Ríflega helmingur þeirra sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda eru 67 ára og eldri. Ljóst er að verkfallið hefur mikil áhrif á þennan hóp. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir verkfallið auka kvíða hjá mörgu eldra fólki „ Fólk veit ekki hvenær það kemst í aðgerðir sem það hugsanlega er búið að fá greiningu á. Þetta hlýtur að hafa meiri áhrif til lengri tíma litið þegar að biðlistar lengjast eftir því sem verkfallið verður lengra,“ segir Jóna Valgerður. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir erfitt að leggja mat á það hversu langan tíma það taki að stytta biðlistana eftir að verkfallinu lýkur. Þá koma biðlistarnir til með að lengjast enn frekar þegar fimmta verkfallslotan hefst, mánudaginn 8. desember, ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Enn ber nokkuð í milli deiluaðila. Páll segir að bráðatilfellum sé alltaf sinnt á spítalanum en yfirlæknar hafa orðið varir við það að aldraðir veigri sér, frekar en aðrir aldurshópar, við að leita á spítalann á meðan á verkfallinu hefur staðið. „ Sem sagt eldra fólk sérstaklega sýni jafnvel óþarfa tilitsemi því að eins og við höfum sagt þá eru bráðir hlutir þess eðlis að þeir eiga ekki að bíða og þeim er sinnt í verkfallinu,“ segir Páll Matthíasson. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
Læknaverkfallið eykur á kvíða og óvissu hjá öldruðum sem eru ríflega helmingur þeirra sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda. Þetta segir formaður Landssambands eldri borgara en biðlistar eftir aðgerðum hafa lengst verulega vegna verkfallsins. Frá því verkfallsaðgerðir lækna hófust, fyrir um mánuði, hefur rúmlega fjögur hundruð skurðaðgerðum verið aflýst á Landspítalanum. Auk þess sem fresta hefur þuft fjölda hjartaþræðinga, kransæðamyndatökum og magaspeglunum. Biðlistar spítalans eftir aðgerðum hafa lengst sem um þetta nemur. Þá hefur um tvö þúsund göngudeildarkomum verið frestað. Ríflega helmingur þeirra sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda eru 67 ára og eldri. Ljóst er að verkfallið hefur mikil áhrif á þennan hóp. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir verkfallið auka kvíða hjá mörgu eldra fólki „ Fólk veit ekki hvenær það kemst í aðgerðir sem það hugsanlega er búið að fá greiningu á. Þetta hlýtur að hafa meiri áhrif til lengri tíma litið þegar að biðlistar lengjast eftir því sem verkfallið verður lengra,“ segir Jóna Valgerður. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir erfitt að leggja mat á það hversu langan tíma það taki að stytta biðlistana eftir að verkfallinu lýkur. Þá koma biðlistarnir til með að lengjast enn frekar þegar fimmta verkfallslotan hefst, mánudaginn 8. desember, ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Enn ber nokkuð í milli deiluaðila. Páll segir að bráðatilfellum sé alltaf sinnt á spítalanum en yfirlæknar hafa orðið varir við það að aldraðir veigri sér, frekar en aðrir aldurshópar, við að leita á spítalann á meðan á verkfallinu hefur staðið. „ Sem sagt eldra fólk sérstaklega sýni jafnvel óþarfa tilitsemi því að eins og við höfum sagt þá eru bráðir hlutir þess eðlis að þeir eiga ekki að bíða og þeim er sinnt í verkfallinu,“ segir Páll Matthíasson.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira