Draumaborðið kom fljúgandi inn um gluggann Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. nóvember 2014 22:50 Sigfríður Björnsdóttir, íbúi í Hlíðunum í Reykjavík, fékk óvænta og óskemmtilega sendingu inn um rúðuna á heimili sínu í kvöld. Sigfríður segir að hún hafi lengi látið sig dreyma um að eignast lítið en veglegt borð á borð við þetta til að hafa á svölunum. „Ég vissi að maður skyldi vanda óskir sínar,“ segir Sigfríður sem deildi óheppni sinni með vinum og vandamönnum á Facebook í kvöld. „En (mér) datt aldrei í hug að nákvæmlega svona borð myndi koma fljúgandi inn um gluggann hjá mér á óveðurskvöldi - bókstaflega!“ „Við sátum bara að borða, fjölskyldan, þegar við heyrðum þennan líka hvell,“ sagði Sigríður þegar fréttamaður Vísis heilsaði upp á hana. „Við veltum fyrir okkur í smá stund hvort þetta hefði komið frá okkur og þá var það raunin.“ Lítið borð hafði þá tekist á loft, einhversstaðar í nágrenninu, og hafnað í glugga Sigfríðar. Glugginn var á svefnherbergi en íbúðin er á annari hæð í húsinu. Sigfríður þakkar hjálparsveitarmönnum kærlega fyrir veitta aðstoð. Þeir hafi mætt, hressir og glaðir, og skellt plötu í gatið. „Ef einhver kannast við borðið hálffleyga þá má hann gjarnan hafa samband. Annars er ég jafnvel að spá í að lagfæra það og eiga það sjálf. Mig hefur lengi langað í svipað borð og nú á ég þannig. Þetta er meira að segja borð með sögu, í raun frægt borð,“ sagði hún skömmu áður fréttamaður kvaddi hana. Vinir Sigfríðar þakka fyrir að enginn hafi slasast og einn slær á létta strengi og segist hafa heyrt um fljúgandi teppi - en fljúgandi borð, það sé annar handleggur. Veður Tengdar fréttir Undirbúningur fyrir storminn: Festi svalahurðina kyrfilega "Hún tekur á sig mikinn vind, vindáttin mun líklega standa beint á hana í kvöld. Mér fannst því ekki annað hægt en að festa hana algjörlega, til þess að bjóða ekki hættunni heim.“ 30. nóvember 2014 19:07 Þakplötur fuku á bíl á ferð við Álftamýri Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að rýma bílastæði í grenndinni til þess að forða frekara tjóni. Það er of hvasst á þaki hússins til þess að hægt sé að festa plöturnar niður þar og verður það gert þegar fer að lægja. 30. nóvember 2014 21:48 Jólatré í miklu basli Jólatréð við Miklubraut nærri Elliðarárnum er farið að halla verulega og stjarnan er fallinn af toppi Óslóartrésins. 30. nóvember 2014 22:14 Erlendur ferðamaður aldrei upplifað annað eins "Ég átti nú frekar von á snjó en þessu,“ sagði einn þriggja ferðamanna sem blaðamaður rakst á í Austurstræti á tíunda tímanum. 30. nóvember 2014 22:27 Fimmtíu og eins metra vindhviða mældist á Keflavíkurflugvelli Mestu vindhviður sem mælst hafa á landinu nú seinni part dags eru á Stórhöfða og á Keflavíkurflugvelli. Það versta er enn eftir segir veðurfræðingur. 30. nóvember 2014 20:02 Pollrólegur pylsusali: "Fólk spyr frekar hvernig ég hafi það en að kvarta sjálft“ Jóhannes Ólafsson pylsuséní var hinn hressasti þegar blaðamaður tók á honum púlsinn á Bæjarins Bestu á tíunda tímanum í kvöld. 30. nóvember 2014 21:47 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Sigfríður Björnsdóttir, íbúi í Hlíðunum í Reykjavík, fékk óvænta og óskemmtilega sendingu inn um rúðuna á heimili sínu í kvöld. Sigfríður segir að hún hafi lengi látið sig dreyma um að eignast lítið en veglegt borð á borð við þetta til að hafa á svölunum. „Ég vissi að maður skyldi vanda óskir sínar,“ segir Sigfríður sem deildi óheppni sinni með vinum og vandamönnum á Facebook í kvöld. „En (mér) datt aldrei í hug að nákvæmlega svona borð myndi koma fljúgandi inn um gluggann hjá mér á óveðurskvöldi - bókstaflega!“ „Við sátum bara að borða, fjölskyldan, þegar við heyrðum þennan líka hvell,“ sagði Sigríður þegar fréttamaður Vísis heilsaði upp á hana. „Við veltum fyrir okkur í smá stund hvort þetta hefði komið frá okkur og þá var það raunin.“ Lítið borð hafði þá tekist á loft, einhversstaðar í nágrenninu, og hafnað í glugga Sigfríðar. Glugginn var á svefnherbergi en íbúðin er á annari hæð í húsinu. Sigfríður þakkar hjálparsveitarmönnum kærlega fyrir veitta aðstoð. Þeir hafi mætt, hressir og glaðir, og skellt plötu í gatið. „Ef einhver kannast við borðið hálffleyga þá má hann gjarnan hafa samband. Annars er ég jafnvel að spá í að lagfæra það og eiga það sjálf. Mig hefur lengi langað í svipað borð og nú á ég þannig. Þetta er meira að segja borð með sögu, í raun frægt borð,“ sagði hún skömmu áður fréttamaður kvaddi hana. Vinir Sigfríðar þakka fyrir að enginn hafi slasast og einn slær á létta strengi og segist hafa heyrt um fljúgandi teppi - en fljúgandi borð, það sé annar handleggur.
Veður Tengdar fréttir Undirbúningur fyrir storminn: Festi svalahurðina kyrfilega "Hún tekur á sig mikinn vind, vindáttin mun líklega standa beint á hana í kvöld. Mér fannst því ekki annað hægt en að festa hana algjörlega, til þess að bjóða ekki hættunni heim.“ 30. nóvember 2014 19:07 Þakplötur fuku á bíl á ferð við Álftamýri Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að rýma bílastæði í grenndinni til þess að forða frekara tjóni. Það er of hvasst á þaki hússins til þess að hægt sé að festa plöturnar niður þar og verður það gert þegar fer að lægja. 30. nóvember 2014 21:48 Jólatré í miklu basli Jólatréð við Miklubraut nærri Elliðarárnum er farið að halla verulega og stjarnan er fallinn af toppi Óslóartrésins. 30. nóvember 2014 22:14 Erlendur ferðamaður aldrei upplifað annað eins "Ég átti nú frekar von á snjó en þessu,“ sagði einn þriggja ferðamanna sem blaðamaður rakst á í Austurstræti á tíunda tímanum. 30. nóvember 2014 22:27 Fimmtíu og eins metra vindhviða mældist á Keflavíkurflugvelli Mestu vindhviður sem mælst hafa á landinu nú seinni part dags eru á Stórhöfða og á Keflavíkurflugvelli. Það versta er enn eftir segir veðurfræðingur. 30. nóvember 2014 20:02 Pollrólegur pylsusali: "Fólk spyr frekar hvernig ég hafi það en að kvarta sjálft“ Jóhannes Ólafsson pylsuséní var hinn hressasti þegar blaðamaður tók á honum púlsinn á Bæjarins Bestu á tíunda tímanum í kvöld. 30. nóvember 2014 21:47 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Undirbúningur fyrir storminn: Festi svalahurðina kyrfilega "Hún tekur á sig mikinn vind, vindáttin mun líklega standa beint á hana í kvöld. Mér fannst því ekki annað hægt en að festa hana algjörlega, til þess að bjóða ekki hættunni heim.“ 30. nóvember 2014 19:07
Þakplötur fuku á bíl á ferð við Álftamýri Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að rýma bílastæði í grenndinni til þess að forða frekara tjóni. Það er of hvasst á þaki hússins til þess að hægt sé að festa plöturnar niður þar og verður það gert þegar fer að lægja. 30. nóvember 2014 21:48
Jólatré í miklu basli Jólatréð við Miklubraut nærri Elliðarárnum er farið að halla verulega og stjarnan er fallinn af toppi Óslóartrésins. 30. nóvember 2014 22:14
Erlendur ferðamaður aldrei upplifað annað eins "Ég átti nú frekar von á snjó en þessu,“ sagði einn þriggja ferðamanna sem blaðamaður rakst á í Austurstræti á tíunda tímanum. 30. nóvember 2014 22:27
Fimmtíu og eins metra vindhviða mældist á Keflavíkurflugvelli Mestu vindhviður sem mælst hafa á landinu nú seinni part dags eru á Stórhöfða og á Keflavíkurflugvelli. Það versta er enn eftir segir veðurfræðingur. 30. nóvember 2014 20:02
Pollrólegur pylsusali: "Fólk spyr frekar hvernig ég hafi það en að kvarta sjálft“ Jóhannes Ólafsson pylsuséní var hinn hressasti þegar blaðamaður tók á honum púlsinn á Bæjarins Bestu á tíunda tímanum í kvöld. 30. nóvember 2014 21:47