Innlent

Tónlistarkennarar mótmæla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá mótmælum tónlistarkennara nú í hádeginu.
Frá mótmælum tónlistarkennara nú í hádeginu. Vísir/Valli
Tónlistarkennarar mótmæla nú við húsakynni Sambands íslenskra sveitarfélaga í Borgartúni 30 en stjórnarfundur sambandsins hófst þar klukkan 12.

Tónlistarkennararnir láta vel í sér heyra á meðan á fundinum stendur en þeir hafa nú verið í verkfalli síðan 22. október, eða í rúmar 4 vikur. Stíft hefur verið fundað í vikunni í kjaradeilunni en hún er þó enn óleyst.

Síðastliðinn þriðjudag mættu hátt í 500 manns í Hörpu á samstöðufund til stuðnings tónlistarkennurum.


Tengdar fréttir

Langur sáttafundur vekur vonir

Fundað hefur verið í kjaradeilu tónlistarkennara og sveitarfélaga frá því klukkan tíu í morgun.

Lengra verkfall ekki látið kjurt liggja

Frestað var til dagsins í dag samningafundi tónlistarskólakennara sem stóð hjá Ríkissáttasemjara frá klukkan ellefu til fjögur í gær. Tónlistarskólakennarar lögðu niður störf 22. október síðastliðinn og verkfall þeirra er því að teygja sig inn í fimmtu viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.