Innlent

Tónlistarkennarar með tilboð á borðinu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Frá mótmælum tónlistarfólks.
Frá mótmælum tónlistarfólks. visir/valli
Samninganefnd sveitarfélaganna lagði fram tilboð á samningafundi með tónlistarkennurum í morgun.

Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í nærri fjórar vikur en í síðustu viku virtist vera komin upp algjör pattstaða í deilunni. Boðað var nokkuð óvænt til fundarins í dag. Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari,  segir tónlistakennara nú vera að fara yfir tilboðið.

„Samninganefnd sveitarfélaganna lagði fram nýtt tilboð, heildstætt tilboð, til tónlistarkennaranna og það tilboð eru tónlistakennarar að skoða þessa stundina og við munum hittast aftur klukkan hálf þrjú,“ segir Magnús.

Hann vonast til að tilboðið verði grundvöllur til að halda samningaviðræðum áfram en um vika er frá síðasta fundi deiluaðila.

„Ég held að það sé gerð tilraun til þess að leggja fram boð sem að vonandi er hægt að halda áfram samningum um, “ segir Magnús


Tengdar fréttir

Illa gengur að semja

Ekkert gekk í samningviðræðum þegar að samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu til sáttafundar hjá Ríkissáttarsemjara í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×