Innlent

Langur sáttafundur vekur vonir

Linda Blöndal skrifar
Fundað hefur verið í kjaradeilu tónlistarkennara og sveitarfélaga frá því klukkan tíu í morgun og hefur fundur staðið fram á kvöld. Nýtt tilboð barst tónlistarkennurum í dag.

Ekki fæst uppgefið hvað felst í nýju tilboði frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga sem barst í morgun. En tónlistarkennarar sem fréttastofa ræddi við í dag eru margir vongóðir um að nú séu samningar að nást því svo virðist sem nú sé reynt til þrautar með nýrri nálgun á kröfur kennara.

Verkfall tónlistarkennara hefur staðið í tæplega fjórar vikur og tekið til um 500 kennara.

Tónlistarkennarar fá um hundrað og áttatíu þúsund krónur greiddar á mánuði í verkfallinu fyrir skatta. Þeir fara fram á sambærileg laun á við laun leikskóla-og grunnskólakennara en hafa meðal annars deilt á hugmyndir sveitarfélaganna um að auka sveigjanleika í lengd skólaársins og styttingu kennslustunda sem þeir telja valda viðbótarálagi á kennara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×