Tónlistarskólar í Reykjavík á barmi gjaldþrots Bjarki Ármannsson skrifar 17. nóvember 2014 22:19 Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Vísir/Valli/Getty Gjaldþrot blasir við sumum tónlistarskólanna í Reykjavík strax á næstu vikum eða mánuðum ef samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tónlistarkennslu verður ekki endurskoðað, að mati skólastjóra Söngskóla Sigurðar Demetz. Túlkun borgaryfirvalda á samkomulaginu valdi því að skólarnir hafi ekki lengur efni á því að greiða kennurum sínum laun. „Það virðist vera tvennur skilningur á því hvers vegna samkomulagið er gert eða hvernig það hefur verið framkvæmt,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Í samkomulaginu um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, sem gert var milli ríkis og sveitarfélaga árið 2011, er kveðið á um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs í jöfnunarsjóð sem á að renna til framhaldsskólastigs í tónlistarskólunum. „Borgin telur að með því hafi ríkið verið að taka yfir framhaldsnámið, og miðstig og framhaldsstig í söng,“ segir Gunnar. „Það virðist ekki vera skilningur annarra að það hafi verið þannig.“ Gunnar segir að fjárframlagi ríkisins, sem hafi einungis verið ætlað sem viðbótarframlag til skólanna, sé nú skipt á milli skólanna í Reykjavík og í staðinn borgi Reykjavíkurborg í raun ekkert úr eigin vasa með þessum nemendum. Greiðsla frá ríkinu í jöfnunarsjóð dugi ekki til að borga kennurum skólanna laun. Það sé þó einungis í Reykjavík sem staðan er svona þar sem önnur sveitarfélög brúi bilið með nemendum á framhaldsskólastigi. „Við fáum alltaf sama svarið frá Reykjavíkurborg, að ríkið sé búið að taka þetta yfir og að þetta sé ekki þeirra mál,“ segir Gunnar. „Það er líka alveg skýrt að við megum ekki taka peninginn sem kemur frá skólagjöldum nemenda, og nota hann í kennsluna. Það er einfaldlega bannað samkvæmt reglugerð sem fylgir samkomulaginu.“ Skólarnir sem um ræðir, ásamt Söngskóla Sigurðar Demetz, eru Söngskólinn í Reykjavík og Tónlistarskólinn í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans, sagði í samtali við RÚV í dag að það sé hugsanlegt að skólinn geti ekki borgað kennurum sínum laun um næstu mánaðamót. „Ég segi það ekki að við séum ekki að fara að hafa það fram yfir næstu mánaðamót en það sem er svolítið óþægilegt í augnablikinu er að við vitum ekki hvað borgin lætur okkur í té um mánaðamótin á meðan verkfallinu stendur,“ segir Gunnar. Verði samið svo um hærri laun tónlistarkennara, sem enn eru í verkfalli, yrði þessi staða skólanna frekar verri en hitt. Óvissan sé því algjör. „Nýr kjarasamningur myndi þó allavega rétt aðeins létta stemninguna yfir okkur,“ segir hann. „Núna hefur maður þessa tilfinningu að það velti allt á því hvað Reykjavík segir og gerir. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig borgin ætlar að halda þessu til streitu. Við höfum ekki séð neitt sem styður mál borgarinnar í þessu máli.“ Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Gjaldþrot blasir við sumum tónlistarskólanna í Reykjavík strax á næstu vikum eða mánuðum ef samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tónlistarkennslu verður ekki endurskoðað, að mati skólastjóra Söngskóla Sigurðar Demetz. Túlkun borgaryfirvalda á samkomulaginu valdi því að skólarnir hafi ekki lengur efni á því að greiða kennurum sínum laun. „Það virðist vera tvennur skilningur á því hvers vegna samkomulagið er gert eða hvernig það hefur verið framkvæmt,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Í samkomulaginu um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, sem gert var milli ríkis og sveitarfélaga árið 2011, er kveðið á um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs í jöfnunarsjóð sem á að renna til framhaldsskólastigs í tónlistarskólunum. „Borgin telur að með því hafi ríkið verið að taka yfir framhaldsnámið, og miðstig og framhaldsstig í söng,“ segir Gunnar. „Það virðist ekki vera skilningur annarra að það hafi verið þannig.“ Gunnar segir að fjárframlagi ríkisins, sem hafi einungis verið ætlað sem viðbótarframlag til skólanna, sé nú skipt á milli skólanna í Reykjavík og í staðinn borgi Reykjavíkurborg í raun ekkert úr eigin vasa með þessum nemendum. Greiðsla frá ríkinu í jöfnunarsjóð dugi ekki til að borga kennurum skólanna laun. Það sé þó einungis í Reykjavík sem staðan er svona þar sem önnur sveitarfélög brúi bilið með nemendum á framhaldsskólastigi. „Við fáum alltaf sama svarið frá Reykjavíkurborg, að ríkið sé búið að taka þetta yfir og að þetta sé ekki þeirra mál,“ segir Gunnar. „Það er líka alveg skýrt að við megum ekki taka peninginn sem kemur frá skólagjöldum nemenda, og nota hann í kennsluna. Það er einfaldlega bannað samkvæmt reglugerð sem fylgir samkomulaginu.“ Skólarnir sem um ræðir, ásamt Söngskóla Sigurðar Demetz, eru Söngskólinn í Reykjavík og Tónlistarskólinn í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans, sagði í samtali við RÚV í dag að það sé hugsanlegt að skólinn geti ekki borgað kennurum sínum laun um næstu mánaðamót. „Ég segi það ekki að við séum ekki að fara að hafa það fram yfir næstu mánaðamót en það sem er svolítið óþægilegt í augnablikinu er að við vitum ekki hvað borgin lætur okkur í té um mánaðamótin á meðan verkfallinu stendur,“ segir Gunnar. Verði samið svo um hærri laun tónlistarkennara, sem enn eru í verkfalli, yrði þessi staða skólanna frekar verri en hitt. Óvissan sé því algjör. „Nýr kjarasamningur myndi þó allavega rétt aðeins létta stemninguna yfir okkur,“ segir hann. „Núna hefur maður þessa tilfinningu að það velti allt á því hvað Reykjavík segir og gerir. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig borgin ætlar að halda þessu til streitu. Við höfum ekki séð neitt sem styður mál borgarinnar í þessu máli.“
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira