Tónlistarskólar í Reykjavík á barmi gjaldþrots Bjarki Ármannsson skrifar 17. nóvember 2014 22:19 Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Vísir/Valli/Getty Gjaldþrot blasir við sumum tónlistarskólanna í Reykjavík strax á næstu vikum eða mánuðum ef samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tónlistarkennslu verður ekki endurskoðað, að mati skólastjóra Söngskóla Sigurðar Demetz. Túlkun borgaryfirvalda á samkomulaginu valdi því að skólarnir hafi ekki lengur efni á því að greiða kennurum sínum laun. „Það virðist vera tvennur skilningur á því hvers vegna samkomulagið er gert eða hvernig það hefur verið framkvæmt,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Í samkomulaginu um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, sem gert var milli ríkis og sveitarfélaga árið 2011, er kveðið á um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs í jöfnunarsjóð sem á að renna til framhaldsskólastigs í tónlistarskólunum. „Borgin telur að með því hafi ríkið verið að taka yfir framhaldsnámið, og miðstig og framhaldsstig í söng,“ segir Gunnar. „Það virðist ekki vera skilningur annarra að það hafi verið þannig.“ Gunnar segir að fjárframlagi ríkisins, sem hafi einungis verið ætlað sem viðbótarframlag til skólanna, sé nú skipt á milli skólanna í Reykjavík og í staðinn borgi Reykjavíkurborg í raun ekkert úr eigin vasa með þessum nemendum. Greiðsla frá ríkinu í jöfnunarsjóð dugi ekki til að borga kennurum skólanna laun. Það sé þó einungis í Reykjavík sem staðan er svona þar sem önnur sveitarfélög brúi bilið með nemendum á framhaldsskólastigi. „Við fáum alltaf sama svarið frá Reykjavíkurborg, að ríkið sé búið að taka þetta yfir og að þetta sé ekki þeirra mál,“ segir Gunnar. „Það er líka alveg skýrt að við megum ekki taka peninginn sem kemur frá skólagjöldum nemenda, og nota hann í kennsluna. Það er einfaldlega bannað samkvæmt reglugerð sem fylgir samkomulaginu.“ Skólarnir sem um ræðir, ásamt Söngskóla Sigurðar Demetz, eru Söngskólinn í Reykjavík og Tónlistarskólinn í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans, sagði í samtali við RÚV í dag að það sé hugsanlegt að skólinn geti ekki borgað kennurum sínum laun um næstu mánaðamót. „Ég segi það ekki að við séum ekki að fara að hafa það fram yfir næstu mánaðamót en það sem er svolítið óþægilegt í augnablikinu er að við vitum ekki hvað borgin lætur okkur í té um mánaðamótin á meðan verkfallinu stendur,“ segir Gunnar. Verði samið svo um hærri laun tónlistarkennara, sem enn eru í verkfalli, yrði þessi staða skólanna frekar verri en hitt. Óvissan sé því algjör. „Nýr kjarasamningur myndi þó allavega rétt aðeins létta stemninguna yfir okkur,“ segir hann. „Núna hefur maður þessa tilfinningu að það velti allt á því hvað Reykjavík segir og gerir. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig borgin ætlar að halda þessu til streitu. Við höfum ekki séð neitt sem styður mál borgarinnar í þessu máli.“ Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Gjaldþrot blasir við sumum tónlistarskólanna í Reykjavík strax á næstu vikum eða mánuðum ef samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tónlistarkennslu verður ekki endurskoðað, að mati skólastjóra Söngskóla Sigurðar Demetz. Túlkun borgaryfirvalda á samkomulaginu valdi því að skólarnir hafi ekki lengur efni á því að greiða kennurum sínum laun. „Það virðist vera tvennur skilningur á því hvers vegna samkomulagið er gert eða hvernig það hefur verið framkvæmt,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Í samkomulaginu um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, sem gert var milli ríkis og sveitarfélaga árið 2011, er kveðið á um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs í jöfnunarsjóð sem á að renna til framhaldsskólastigs í tónlistarskólunum. „Borgin telur að með því hafi ríkið verið að taka yfir framhaldsnámið, og miðstig og framhaldsstig í söng,“ segir Gunnar. „Það virðist ekki vera skilningur annarra að það hafi verið þannig.“ Gunnar segir að fjárframlagi ríkisins, sem hafi einungis verið ætlað sem viðbótarframlag til skólanna, sé nú skipt á milli skólanna í Reykjavík og í staðinn borgi Reykjavíkurborg í raun ekkert úr eigin vasa með þessum nemendum. Greiðsla frá ríkinu í jöfnunarsjóð dugi ekki til að borga kennurum skólanna laun. Það sé þó einungis í Reykjavík sem staðan er svona þar sem önnur sveitarfélög brúi bilið með nemendum á framhaldsskólastigi. „Við fáum alltaf sama svarið frá Reykjavíkurborg, að ríkið sé búið að taka þetta yfir og að þetta sé ekki þeirra mál,“ segir Gunnar. „Það er líka alveg skýrt að við megum ekki taka peninginn sem kemur frá skólagjöldum nemenda, og nota hann í kennsluna. Það er einfaldlega bannað samkvæmt reglugerð sem fylgir samkomulaginu.“ Skólarnir sem um ræðir, ásamt Söngskóla Sigurðar Demetz, eru Söngskólinn í Reykjavík og Tónlistarskólinn í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans, sagði í samtali við RÚV í dag að það sé hugsanlegt að skólinn geti ekki borgað kennurum sínum laun um næstu mánaðamót. „Ég segi það ekki að við séum ekki að fara að hafa það fram yfir næstu mánaðamót en það sem er svolítið óþægilegt í augnablikinu er að við vitum ekki hvað borgin lætur okkur í té um mánaðamótin á meðan verkfallinu stendur,“ segir Gunnar. Verði samið svo um hærri laun tónlistarkennara, sem enn eru í verkfalli, yrði þessi staða skólanna frekar verri en hitt. Óvissan sé því algjör. „Nýr kjarasamningur myndi þó allavega rétt aðeins létta stemninguna yfir okkur,“ segir hann. „Núna hefur maður þessa tilfinningu að það velti allt á því hvað Reykjavík segir og gerir. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig borgin ætlar að halda þessu til streitu. Við höfum ekki séð neitt sem styður mál borgarinnar í þessu máli.“
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira