Hanna Birna hættir Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2014 13:41 Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en Lekamálið hefur reynst henni erfitt. vísir Uppfært klukkan 15:20Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna afsagnar sinnar. Þar segist hún hætta sem innanríkisráðherra en ætla að sitja áfram sem þingmaður. Þannig axli hún ábyrgð. Allt um yfirlýsingu Hönnu Birnu hér.Í spilaranum neðst í fréttinni má hlusta á þegar Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, afhenti fjölmiðlum yfirlýsingu ráðherra.Frétt Vísis frá fyrr í dag Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Hanna Birna Kristjánsdóttir segja af sér sem innanríkisráðherra í dag. Þröngum hópi í kringum Hönnu Birnu var kunnugt um þetta, eða allt þar til klukkan um 13:30, að þetta fór að spyrjast út. Fréttamenn 365 reyndu að ná tali af Hönnu Birnu við ráðuneytið um 14:15, en hún fór inn bakdyramegin hússins þannig að ekki tókst að fá hana til að tjá sig um tíðindin. Nútíminn greindi fyrstur frá málinu en síðan aðrir miðlar.Sjá einnig: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Heimildir Vísis herma að Hanna Birna hafi tilkynnt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni um þessa ákvörðun sína símleiðis skömmu fyrir hádegi í dag en hún mætti ekki á ríkisstjórnarfund í morgun. Hanna Birna mun jafnframt hafa tilkynnt nánstu samstarfsmönnum sínum ákvörðun sína fyrr í dag. Þá mun víst þykja að Hanna Birna ætli ekki segja af sér sem varaformaður Sjálftæðisflokksins, né mun hún hætta á þingi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Vísi hefur ekki tekist að ná í Hönnu Birnu vegna málsins ennþá, né Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu hennar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vita neitt um málið.Sjá einnig: Sjálfstæðismenn koma af fjöllum Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, sagði fyrr í dag, í samtali við Vísi, að Hanna Birna sé nú á ríkisstjórnarfundi. En vildi að öðru leyti ekki tjá sig neitt um málið. Forsætisráðherra er að hans sögn nú á leið til Hafnar til að sitja miðstjórnarfund Framsóknarflokksins.Sjá einnig: „Vona innilega að hún segi af sér“Uppfært kl. 14:00 Vísir var að tala við Guðlaug Þór Þórðarson sitjandi þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, og hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að Hanna Birna ætlaði að segja af sér. Sér þætti þetta sérkennilegur tími til slíks, þessi dagur væri ekki góður til að segja af sér ráðherradómi. Ekki hefur verið boðað til þingflokksfundar, eftir því sem Guðlaugur Þór best veit -- og hann ætti að vita það.Uppfært kl.14:45Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að yfirlýsingar frá Hönnu Birnu sé að vænta. Lekamálið Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Uppfært klukkan 15:20Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna afsagnar sinnar. Þar segist hún hætta sem innanríkisráðherra en ætla að sitja áfram sem þingmaður. Þannig axli hún ábyrgð. Allt um yfirlýsingu Hönnu Birnu hér.Í spilaranum neðst í fréttinni má hlusta á þegar Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, afhenti fjölmiðlum yfirlýsingu ráðherra.Frétt Vísis frá fyrr í dag Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Hanna Birna Kristjánsdóttir segja af sér sem innanríkisráðherra í dag. Þröngum hópi í kringum Hönnu Birnu var kunnugt um þetta, eða allt þar til klukkan um 13:30, að þetta fór að spyrjast út. Fréttamenn 365 reyndu að ná tali af Hönnu Birnu við ráðuneytið um 14:15, en hún fór inn bakdyramegin hússins þannig að ekki tókst að fá hana til að tjá sig um tíðindin. Nútíminn greindi fyrstur frá málinu en síðan aðrir miðlar.Sjá einnig: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Heimildir Vísis herma að Hanna Birna hafi tilkynnt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni um þessa ákvörðun sína símleiðis skömmu fyrir hádegi í dag en hún mætti ekki á ríkisstjórnarfund í morgun. Hanna Birna mun jafnframt hafa tilkynnt nánstu samstarfsmönnum sínum ákvörðun sína fyrr í dag. Þá mun víst þykja að Hanna Birna ætli ekki segja af sér sem varaformaður Sjálftæðisflokksins, né mun hún hætta á þingi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Vísi hefur ekki tekist að ná í Hönnu Birnu vegna málsins ennþá, né Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu hennar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vita neitt um málið.Sjá einnig: Sjálfstæðismenn koma af fjöllum Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, sagði fyrr í dag, í samtali við Vísi, að Hanna Birna sé nú á ríkisstjórnarfundi. En vildi að öðru leyti ekki tjá sig neitt um málið. Forsætisráðherra er að hans sögn nú á leið til Hafnar til að sitja miðstjórnarfund Framsóknarflokksins.Sjá einnig: „Vona innilega að hún segi af sér“Uppfært kl. 14:00 Vísir var að tala við Guðlaug Þór Þórðarson sitjandi þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, og hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að Hanna Birna ætlaði að segja af sér. Sér þætti þetta sérkennilegur tími til slíks, þessi dagur væri ekki góður til að segja af sér ráðherradómi. Ekki hefur verið boðað til þingflokksfundar, eftir því sem Guðlaugur Þór best veit -- og hann ætti að vita það.Uppfært kl.14:45Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að yfirlýsingar frá Hönnu Birnu sé að vænta.
Lekamálið Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira